Úrval - 01.06.1951, Page 113
RAUÐA MYLLAN
111
heima hjá sér. Dansmeyjarnar
sátu við borð hans og sögðu
honum frá ástarævintýrum sín-
um og Sara, sem skenkti vínið,
hélt langar ræður yfir honum,
um skaðsemi áfengisins.
Þannig leið hið yndislega
sumar 1889. Parísarbúar vönd-
ust við utlendingana og Eiffel-
turninn og Montmartrebúar við
Rauðu mylluna. I október fóru
ferðamennirnir að búast til
heimferðar. Töfraborgin á
Marsvöllum hvarf um leið og
fyrsti snjórinn féll. Eiffelturn-
inn stóð einn eftir eins og ringl-
aður gíraffi, sem farandsirkus
hefur gleymt.
Það var gamlárskvöid og
Henri sat í dagstofunni hjá
móður sinni. Eftir að hann
fluttist aftur til Montmartre,
var sem einhver skuggi hvíldi
jafnan yfir samverustundum
þeirra. Þau lifðu í ólíkum heim-
um og voru orðin ókunnug hvort
öðru, þó að tilfinningar þeirra
væru óbreyttar.
„Mamma hef ég sagt þér frá
því, að mér hefur verið boðið
að sýna málverk í Briissel í
næsta mánuði?“
„Nei. En hvað það var gam-
an!“ Hún leit upp frá prjónun-
um og brosti til hans.
Hann horfði dapur á hana
gegnum þykk gleraugun. Vesl-
ings mamma, hún lézt ver glöð
og ánægð, en hún var það ekki;
henni var sama um allar sýning-
ar, úr því að honum mistókst
við Salonsýninguna. Hún var
haldin fordómum stéttar sinn-
ar: góðir tónlistarmenn voru
útskrifaöir úr Conservatorinu,
góðir leikarar léku í Comédie
Francaise, góðir söngvarar
sungu í óperunni og góðir mál-
arar sýndu verk sín á Salon-
sýningum . . .
Og hún hafði svo miklar á-
hyggjur af hinu „syndsamlega"
líferni hans á Montmartre, og
einkum drykkjuskap hans, —
að hún hafði ekki veitt því at-
hygli, að hann var farinn að
vinna sér álit sem listamað-
ur . . .
Henri reyndi að leyna von-
brigðum sínum yfir áhugaleysi
móður sinnar. Hann ræddi um
alla heima og geima unz klukk-
an á arinhillunni sló tólf.
„Það var fallega gert af þér,
Henri, að vera hjá mér þetta
gamlárskvöld . . .“
Hann bauð móður sinni gleði-
legt nýár með kossi og fór.
Þegar hann kom út á götuna,
kallaði hann í vagn.
„Til Rauðu myllunnar!“ sagði
hann við ekilinn, um leið og
hann sté upp í.
*
„Gott kvöld, herra Toulouse
. . . gott kvöld, herra Toulouse
U
Fólk kepptist við að heilsa
Henri, þegar hann kom inn í
Rauðu mylluna. Hann fékk sér
sæti við barinn og bað um
konjak. Meðan hann var að