Úrval - 01.06.1951, Síða 117
RAUÐA MYLLAN
115
miðjan dag — þegar aftur var
tekið að rökkva — vanrækti
hann líka vinnu sína.
Enda þótt hann fyndi stund-
um til blygðunar, vegna þess að
hann hafði gengið að þessum
auðmýkjandi kostum, var hann
þó ánægður með hag sinn. Hún
var hans. Hver þumlungur af
hinum fagra og mjúka líkama
hennar var hans.
En strax og fór að vora um-
hverfðist hún. Þau fóru að ríf-
ast og skapofsi hennar gekk
fram af honum. Öpin í henni
heyrðust um allt húsið. Leigj-
endurnir þyrptust fram í gang-
inn, til þess að hlusta á skamm-
irnar.
Þegar Maríu var runnin reið-
in, bað hún hann fyrirgefning-
ar og gældi við hann. Og hann
tók hana alltaf í sátt. Hann
reyndi að gleyma vanvirðu sinni
og viðbjóðinum, sem hann var
búinn að fá á henni. Síðan var
hún aftur kát og viðmótsþýð
í einn eða tvo daga.
Henri var orðið ljóst, að hann
var ekki lengur eins hrifinn af
Maríu og hann hafði verið í
fyrstu. Hann var þreyttur og
þráði frið. Ástarævintýrið var
á enda.
Loks sagði hann, hvað honum
bjó í brjósti.
Hún starði forviða á hann.
„Þú vilt þá að ég fari?“
„Þú verður að reyna að skilja
mig. Þú ætlaðir að vera eina
nótt og þú hefur verið hér í sjö
mánuði. Það hefur verið
skemmtilegt og ég er þér þakk-
látur. En nú er komið að
kveðjustund. Við skulum skilja
sem vinir og án þess að koma
öllu í uppnám.“
Hann tók umslag upp úr vasa
sínum. „Sjáðu, hérna er gjöf
handa þér . . .“
Hann þagnaði. Hún var orð-
in náföl. Allt í einu stökk hún
á fætur.
„Ég hata þig, skilur þú það?
Ég hef alltaf hatað þig og ó-
geðslega trýnið á þér. Þú ert
skepna og krypplingur. Kryppl-
ingur, sem getur jafnvel ekki
gengið.“
Hún gretti sig framan í hann
og rak upp hlátrasköll.
„Og auk þess fer ég ekki!
Hvernig lízt þér á það? Og
veiztu hversvegna ég fer ekki?
Af því að þú skuldar mér pen-
inga. Þú hefur svikist um að
borga mér! . .
Hún óð elginn eins og brjál-
uð manneskja. Loks minntist
hann á Patou. Hann kvaðst
sækja Patou og láta setja hana
í fangelsi, ef hún þagnaði ekki.
Þá gafst hún upp. Hún fór að
kjökra eins og krakki. „Þú get-
ur sent dótið mitt til systur
minnar, ég sæki það þangað.“
Hún tók við umslaginu án
þess að þakka honum fyrir og
gekk út úr herberginu eins og
vélbrúða. Andartak hlustaði
hann á skóhljóð hennar í stig-
anum.
Það var undarlega hljótt í
vinnustofunni. Ilmurinn af