Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 117

Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 117
RAUÐA MYLLAN 115 miðjan dag — þegar aftur var tekið að rökkva — vanrækti hann líka vinnu sína. Enda þótt hann fyndi stund- um til blygðunar, vegna þess að hann hafði gengið að þessum auðmýkjandi kostum, var hann þó ánægður með hag sinn. Hún var hans. Hver þumlungur af hinum fagra og mjúka líkama hennar var hans. En strax og fór að vora um- hverfðist hún. Þau fóru að ríf- ast og skapofsi hennar gekk fram af honum. Öpin í henni heyrðust um allt húsið. Leigj- endurnir þyrptust fram í gang- inn, til þess að hlusta á skamm- irnar. Þegar Maríu var runnin reið- in, bað hún hann fyrirgefning- ar og gældi við hann. Og hann tók hana alltaf í sátt. Hann reyndi að gleyma vanvirðu sinni og viðbjóðinum, sem hann var búinn að fá á henni. Síðan var hún aftur kát og viðmótsþýð í einn eða tvo daga. Henri var orðið ljóst, að hann var ekki lengur eins hrifinn af Maríu og hann hafði verið í fyrstu. Hann var þreyttur og þráði frið. Ástarævintýrið var á enda. Loks sagði hann, hvað honum bjó í brjósti. Hún starði forviða á hann. „Þú vilt þá að ég fari?“ „Þú verður að reyna að skilja mig. Þú ætlaðir að vera eina nótt og þú hefur verið hér í sjö mánuði. Það hefur verið skemmtilegt og ég er þér þakk- látur. En nú er komið að kveðjustund. Við skulum skilja sem vinir og án þess að koma öllu í uppnám.“ Hann tók umslag upp úr vasa sínum. „Sjáðu, hérna er gjöf handa þér . . .“ Hann þagnaði. Hún var orð- in náföl. Allt í einu stökk hún á fætur. „Ég hata þig, skilur þú það? Ég hef alltaf hatað þig og ó- geðslega trýnið á þér. Þú ert skepna og krypplingur. Kryppl- ingur, sem getur jafnvel ekki gengið.“ Hún gretti sig framan í hann og rak upp hlátrasköll. „Og auk þess fer ég ekki! Hvernig lízt þér á það? Og veiztu hversvegna ég fer ekki? Af því að þú skuldar mér pen- inga. Þú hefur svikist um að borga mér! . . Hún óð elginn eins og brjál- uð manneskja. Loks minntist hann á Patou. Hann kvaðst sækja Patou og láta setja hana í fangelsi, ef hún þagnaði ekki. Þá gafst hún upp. Hún fór að kjökra eins og krakki. „Þú get- ur sent dótið mitt til systur minnar, ég sæki það þangað.“ Hún tók við umslaginu án þess að þakka honum fyrir og gekk út úr herberginu eins og vélbrúða. Andartak hlustaði hann á skóhljóð hennar í stig- anum. Það var undarlega hljótt í vinnustofunni. Ilmurinn af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.