Úrval - 01.06.1951, Side 121
RAUÐA MYLLAN
119
að hann kæmi með Whistler
með sér.“
Málverkaverzlun Maurices
bar nafnið „Galerie Joyant“.
I sambandi við verzlunina voru
tveir sýningarsalir og þar ætl-
aði Henri að halda aðra sér-
sýningu sína daginn eftir.
Klukkan sjö hraðaði Maurice
sér niður í kjallarann, þar sem
hófið var haldið. Henri hélt á
vínglasi og var að fylgja Jane
Avril til dyra.
„Jæja, Maurice," sagði Henri
og lyfti glasinu. „Hvernig var
salan í dag?“
„Góð! Ég seldi fyrir sex þús-
und. Serbíukóngur kom og
keypti málverk eftir þi_g! Þér
er borgið, gamli vinur! Ég ætla
að fara að undirbúa sýningu á
verkum þínum í London.“
Allt í einu var dyrabjöllunni
hringt og Maurice flýtti sér
upp. Það voru þeir Degas og
Whistler. Þeir spurðu eftir
Henri.
Þegar hann kom upp, voru
þeir að skoða stórt málverk frá
Rauðu myllunni. Það var af
tveim konum og þremur karl-
mönnum, sem sátu við borð.
„Hvers vegna málið þér and-
litið á þessari konu grænt?“
spurði Degas. „Ég veit auðvit-
að af hverju þér gerið það og
það var rétt gert af yður. Ég
er að vísu orðinn nærri blindur,
en ég sé þó, að hárið er prýði-
lega málað.“
Degas skoðaði málverk Hen-
ris í meira en klukkutíma. Þeg-
ar hann var að fara, sagði hann:
„Hve gamall eruð þér, Lau-
trec?“
„Þrjátíu og tveggja, herra
Degas.“
„Þrjátíu og tveggja! Ná-
kvæmlega þrjátíu og tveim ár-
um yngri en ég! Ég vildi óska,
að ég hefði kunnað eins mik-
ið og þér, þegar ég var á yðar
aldri.“
Rödd hans varð einkennilega
blíð: „Þér eruð einn af þeim
fáu mönnum í sögu listarinnar,
sem hafið eitthvað að segja og
segið það.“
Listamennirnir voru vanir að
hittast á Café Riche eftir mið-
nætti. Jane Avril og Henri voru
góðir kunningjar og meðan þau
snæddu kvöldverðinn, fóru þau
að rif ja upp gamlar endurminn-
ingar frá Rauðu myllunni.
„Ég brá mér til Montmartre
um daginn,“ sagði Jane. „Þar
er allt orðið svo breytt, að ég
þekki það naumast aftur. Allt
fullt af ferðamönnum og út-
lendingum."
„Já, ég kannast við það. Ég
myndi flytja þaðan, ef ég hefði
ekki verið þar svo lengi . . .“
Henri horfði hugsandi á disk-
inn sinn. Já, Montmartre hafði
breytzt. Það var kominn heims-
borgarbragur á allt. Það var
ekki aðeins orðinn nætur-
skemmtistaður Parísar, heldur
alls heimsins — nokkurskonar
miðstöð lasta og spillingar,
sem rekin var í gróðaskyni.