Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 121

Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 121
RAUÐA MYLLAN 119 að hann kæmi með Whistler með sér.“ Málverkaverzlun Maurices bar nafnið „Galerie Joyant“. I sambandi við verzlunina voru tveir sýningarsalir og þar ætl- aði Henri að halda aðra sér- sýningu sína daginn eftir. Klukkan sjö hraðaði Maurice sér niður í kjallarann, þar sem hófið var haldið. Henri hélt á vínglasi og var að fylgja Jane Avril til dyra. „Jæja, Maurice," sagði Henri og lyfti glasinu. „Hvernig var salan í dag?“ „Góð! Ég seldi fyrir sex þús- und. Serbíukóngur kom og keypti málverk eftir þi_g! Þér er borgið, gamli vinur! Ég ætla að fara að undirbúa sýningu á verkum þínum í London.“ Allt í einu var dyrabjöllunni hringt og Maurice flýtti sér upp. Það voru þeir Degas og Whistler. Þeir spurðu eftir Henri. Þegar hann kom upp, voru þeir að skoða stórt málverk frá Rauðu myllunni. Það var af tveim konum og þremur karl- mönnum, sem sátu við borð. „Hvers vegna málið þér and- litið á þessari konu grænt?“ spurði Degas. „Ég veit auðvit- að af hverju þér gerið það og það var rétt gert af yður. Ég er að vísu orðinn nærri blindur, en ég sé þó, að hárið er prýði- lega málað.“ Degas skoðaði málverk Hen- ris í meira en klukkutíma. Þeg- ar hann var að fara, sagði hann: „Hve gamall eruð þér, Lau- trec?“ „Þrjátíu og tveggja, herra Degas.“ „Þrjátíu og tveggja! Ná- kvæmlega þrjátíu og tveim ár- um yngri en ég! Ég vildi óska, að ég hefði kunnað eins mik- ið og þér, þegar ég var á yðar aldri.“ Rödd hans varð einkennilega blíð: „Þér eruð einn af þeim fáu mönnum í sögu listarinnar, sem hafið eitthvað að segja og segið það.“ Listamennirnir voru vanir að hittast á Café Riche eftir mið- nætti. Jane Avril og Henri voru góðir kunningjar og meðan þau snæddu kvöldverðinn, fóru þau að rif ja upp gamlar endurminn- ingar frá Rauðu myllunni. „Ég brá mér til Montmartre um daginn,“ sagði Jane. „Þar er allt orðið svo breytt, að ég þekki það naumast aftur. Allt fullt af ferðamönnum og út- lendingum." „Já, ég kannast við það. Ég myndi flytja þaðan, ef ég hefði ekki verið þar svo lengi . . .“ Henri horfði hugsandi á disk- inn sinn. Já, Montmartre hafði breytzt. Það var kominn heims- borgarbragur á allt. Það var ekki aðeins orðinn nætur- skemmtistaður Parísar, heldur alls heimsins — nokkurskonar miðstöð lasta og spillingar, sem rekin var í gróðaskyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.