Úrval - 01.06.1951, Side 126

Úrval - 01.06.1951, Side 126
124 ÚRVAL menn, en hann er ólíkur þeim öllum. Hann er ekki aðeins ölvaður — hann er brjálaður. Ég meina það. Hann er búinn að missa vitið!“ Gat það verið — var Henri í raun og veru orðinn brjálað- ur? Frú Loubet varð að við- urkenna, að hún hefði orðið vör við margt kynlegt í fari hans síðustu mánuðina — eins og þegar hann hellti steinolíu á gólfið til þess að drepa kaka- lakana. Hann hefði getað kveikt í húsinu! Og þessi viðbjóðslegi froskur — guð mátti vita, hvar hann hafði náð í hann! Hann hafði haft hann í herberginu sínu í heilan mánuð og reynt að veiða flugur handa honum. Honum þótti svo vænt um kvik- indið. „Við erum báðir Ijótir, hann og ég, frú Loubet. Engum þykir vænt um hann. Þessvegna verð ég að vera góður við hann,“ hafði hann sagt. Hún leit á Patou lögreglu- mann með tárvotum augunum. „Ég veit að yður tekur sárt til Henris,“ sagði hann. „En þetta er mín skoðun. Hann er að verða óviðráðanlegur. Hann er farinn að stelast út úr Mont- martre og ég get ekki haft eft- irlit með honum, þó að mér þyki líka vænt um hann. Þér verðið að tala við móður hans og segja henni sannleikann.“ „Verður hann þá ekki sett- ur í geðveikrahæli ?“ „Nei, ekki í geðveikrahæli, heldur hressingarhæli, frú Loubet. Menn eins og hann eru ekki hafðir meðal vitfirringa. Hann verður nokkrar vikur 1 hressingarhæli, fær ágæta að- hlynningu og nær ekki í áfengi . . .“ Þegar frú Loubet var að fylgja Patou niður stigann, kvað alit í einu við hræðilegt óp. Dyrum vinnustofunnar var hrundið upp og Henri kom æð- andi fram á stigapallinn. Hann var á náttfötunum og angistin skein úr augum hans. „Frú Loubet! Frú Loubett Kakalakarnir eru komnir aft- ur! Það eru milljónir af þeim!“ Honum varð fótaskortur, og andartak sáu þau hann riða á stigabrúninni, án þess að ná jafnvæginu. Hann rak upp sker- andi vein um leið og hann hrapaði. # Hressingarhæli dr. Selama- ignes leit ekki út fyrir að vera stofnun fyrir vitfirrt fólk, en í augum Henris var það sann- kallaður kvalastaður. Hann átti erfitt með að venja sig við járngrindurnar, sem voru fyrir glugganum, og hann var líka óvanur stöðugri gæzlu, að vera rekinn í rúm- ið klukkan níu — og að vera allsgáður. Fyrstu dagarnir höfðu verið nærri óbærilegir. Hann var reyrður við rúmið, gat ekki hreyft sig og þoldi ekki við fyr- ir áfengisþorsta . . . Og kval- irnar í brotna viðbeininu. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.