Úrval - 01.06.1951, Page 127
RAUÐA MYLLAN
125
hafði æpt og öskrað, en það voru
margir fleiri en hann, sem æptu
í þessu húsi . . .
Þrjár vikur voru liðnar og
hann var farinn að sefast. Hann
sat oft allan daginn í ruggu-
stól, sljór og viðutan. Hann
hafði gengið í gildru, honum
yrði aldrei sleppt út aftur . . .
En læknarnir töldu sljóleika
hans vott um bata. Móður hans
var leyft að heimsækja hann.
,,Þú skilur þetta, Henri,“
sagði hún, þegar þau voru orð-
in ein. „Ég varð að gera þetta.
Ef ég hefði ekki látið flytja þig
hingað, hefðu yfirvöldin sett
þig á opinbert geðveikrahæli.“
Hann kinkaði kolli án þess
að líta upp.
,,Og hvað ætlastu fyrir þeg-
ar þú losnar héðan?“
„Ég veit það ekki,“ sagði
liann. ,,Ég býst við að ég fari
til Montmartre aftur. Ég ætla
að halda áfram að mála.“
„En þú veizt, hvað þú ert ein-
mana og þunglyndur, Henri.
Freistingin mun koma yfir þig
aftur og þú munt ekki geta
staðizt hana. Ég sé ekki glaðan
dag, ef þú verður einn þíns liðs
á Montmartre. Ég hef beðið
Viaud, sem er gamall vinur f jöl-
skyldunnar, að koma til París-
ar og búa hjá þér. Hann er á-
gætismaður. Ég er viss um, að
þér fellur vel við hann.“
Henri leit upp. ,,Á hann að
gæta mín?“
,,Já, Riri . . . Hann á að
gæta þín.“
I meira en ár bragðaði Henri
ekki vín. Bindindi hans var al-
gert.
Hann málaði margar andlits-
myndir á þessu tímabili og þar
á meðal síðustu meistaraverk
sín. Hann málaði ekki lengur
naktar stúlkur, hvorki vændis-
konur né leikkonur. Nú þræddi
hann veg dyggðarinnar, og það
var smám saman að gera út af
við hann.
Virðulegir gagnrýnendur,
sem höfðu haft andúð á „rudda-
skapnum“ í list Henris, buðu
nú glataða soninn velkominn
heim. Hann var nú orðinn
viðurkenndur listamaður og
myndir hans birtust í dýrindis-
römmum í gluggum listverzl-
ana. Margar eftirlíkingar á mál-
verkum hins þrjátíu og sex ára
gamla meistara komu fram á
sjónarsviðið og voru seldar sem
hans eigin verk.
Hann var gerður að ridd-
ara Heiðursfylkingarinnar og
Frakklandsforseti skipaði hann
formann nefndar, sem átti að
dæma um auglýsingamyndir í
sambandi við aldamótahátíða-
höldin. Hann athugaði hundruð
mynda og felldi dóm um þær.
Hann var orðinn frægur maður.
#
„Gefðu mér annað glas af
absint, Viktor . . .“ Þetta var
sagt í bænarrómi í auðri vín-
stofu.
„Gerðu það fyrir mig, Viktor
. . . sérðu ekki, að ég hef þörf