Úrval - 01.06.1951, Síða 127

Úrval - 01.06.1951, Síða 127
RAUÐA MYLLAN 125 hafði æpt og öskrað, en það voru margir fleiri en hann, sem æptu í þessu húsi . . . Þrjár vikur voru liðnar og hann var farinn að sefast. Hann sat oft allan daginn í ruggu- stól, sljór og viðutan. Hann hafði gengið í gildru, honum yrði aldrei sleppt út aftur . . . En læknarnir töldu sljóleika hans vott um bata. Móður hans var leyft að heimsækja hann. ,,Þú skilur þetta, Henri,“ sagði hún, þegar þau voru orð- in ein. „Ég varð að gera þetta. Ef ég hefði ekki látið flytja þig hingað, hefðu yfirvöldin sett þig á opinbert geðveikrahæli.“ Hann kinkaði kolli án þess að líta upp. ,,Og hvað ætlastu fyrir þeg- ar þú losnar héðan?“ „Ég veit það ekki,“ sagði liann. ,,Ég býst við að ég fari til Montmartre aftur. Ég ætla að halda áfram að mála.“ „En þú veizt, hvað þú ert ein- mana og þunglyndur, Henri. Freistingin mun koma yfir þig aftur og þú munt ekki geta staðizt hana. Ég sé ekki glaðan dag, ef þú verður einn þíns liðs á Montmartre. Ég hef beðið Viaud, sem er gamall vinur f jöl- skyldunnar, að koma til París- ar og búa hjá þér. Hann er á- gætismaður. Ég er viss um, að þér fellur vel við hann.“ Henri leit upp. ,,Á hann að gæta mín?“ ,,Já, Riri . . . Hann á að gæta þín.“ I meira en ár bragðaði Henri ekki vín. Bindindi hans var al- gert. Hann málaði margar andlits- myndir á þessu tímabili og þar á meðal síðustu meistaraverk sín. Hann málaði ekki lengur naktar stúlkur, hvorki vændis- konur né leikkonur. Nú þræddi hann veg dyggðarinnar, og það var smám saman að gera út af við hann. Virðulegir gagnrýnendur, sem höfðu haft andúð á „rudda- skapnum“ í list Henris, buðu nú glataða soninn velkominn heim. Hann var nú orðinn viðurkenndur listamaður og myndir hans birtust í dýrindis- römmum í gluggum listverzl- ana. Margar eftirlíkingar á mál- verkum hins þrjátíu og sex ára gamla meistara komu fram á sjónarsviðið og voru seldar sem hans eigin verk. Hann var gerður að ridd- ara Heiðursfylkingarinnar og Frakklandsforseti skipaði hann formann nefndar, sem átti að dæma um auglýsingamyndir í sambandi við aldamótahátíða- höldin. Hann athugaði hundruð mynda og felldi dóm um þær. Hann var orðinn frægur maður. # „Gefðu mér annað glas af absint, Viktor . . .“ Þetta var sagt í bænarrómi í auðri vín- stofu. „Gerðu það fyrir mig, Viktor . . . sérðu ekki, að ég hef þörf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.