Úrval - 01.06.1951, Side 129

Úrval - 01.06.1951, Side 129
RAUÐA MYLLAN 127 fyrir brot sín. Ekki brot sín gagnvart lífinu, því að lífið var miskunnarlaust og tók hvorki gilda iðrun né yfirbót. Hann var að hugsa um móður sína. Ef honum auðnaðist að lifa nokkra mánuði enn, þá gæti hann auð- sýnt henni sonarást sína og reynt að bæta fyrir allt það, sem hann hafði gert henni til miska . . . Hann gæti aldrei bætt það að fullu, en hann gæti að minnsta kosti beðið hana fyrir- gefningar . . . * Það var hvergi ljós í Mal- romehöll nema í herbergi Henris á annarri hæð. Móðir hans stóð við rúmið og horfði döpur á fölt andlit sonar síns. Loksins var hann kominn heim. Og nú var hann að deyja. En hvað hann sýndist vera lítill og vanmáttugur í þessu stóra rúmi! Hann var ekki vitund stærri en þegar hann lá þarna sem lítið, veikt barn. Hafði hann annars nokkurntíma verið nema lítið barn — barn, sem þráði ástúð, sem það gat ekki orðið aðnjótandi. Það var ekki hægt að neita því, hann hafði gert mörg glappaskot. En eitt var víst: Hann hafði aldrei skaðað neinn nema sjálfan sig . . . Það, sem ef til vill gerir dauðastundina erfiðasta, er vit- undin um að hafa valdið ást- vinum sínum sársauka. Hann hafði reynt að bæta fyrir brot sín. Og hann hafði sætzt við guð. Hann hafði fyrst og fremst gert það til þess að þóknast móður sinni. En hann hafði líka gert það af annarri ástæðu: maður, sem er að deyja, skilur margt betur en áður. Skynsemin ein dugir ekki lengur. Hún nægir meðan maður er ungur og í fullu fjöri, en þegar þrekið er þorrið og dauðinn nálgast, þrá- ir maður hvíld og skjól trúar- innar . . . # Þegar hann vaknaði, var orð- ið albjart. Móðir hans var enn hjá honum. „Hvaða dagur er í dag, mamma ?“ „Sunnudagur, mon petit . . . Talaðu ekki mikið, Riri.“ „Ég á ekkert bágt með að tala . . . Þú hefur ekki séð nema fá málverk eftir mig — þú mátt ekki halda að þau séu ruddaleg. Þau sýna sannleikann, og sann- leikurinn er stundum Ijótur . . . Láttu Maurice annast allt. Hann veit, hann skilur . . Hundruð málverka! Ógrynni vatnslitamynda og teikninga . . . Hvað svo sem menn segðu um hann, þá yrði aldrei hægt að kalla hann slæpingja . . . Hann lokaði augunum og allt í einu stóð Myriame þarna og- veifaði til hans. Hann hafði oft áður séð hana þannig í anda, en. þetta var í fyrsta skipti sem sýnin vakti hvorki hjá honum þrá né söknuð. Hjarta hans hafði að lokum fundið frið. Það var barið að dyrum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.