Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 131
Tækninýjungar.
Framhald af 4. kápusíðu.
Geimgeislarnir eru atómagnir,
alltof smáar til þess að hægt sé
að sjá þær, jafnvel í sterkustu
smásjám. En þegar þessar agnir
geysast gegnum vökvamettað and-
rúmsloft í skýklefa, láta þær eftir
sig dropaslóð, sem sést greinilega
líkt og úðaslóð eftir flugvélar, sem
fljúga hátt.
1 skýklefum þeim, sem hingað
til hafa verið notaðir, hefur að-
eins verið unnt að sjá þessar slóð-
ir örstutta stund í einu. En í hin-
um nýja, einfalda skýklefa fer
fram stöðug skýmyndun, sem ger-
ir athugandanum kleift að horfa
viðstöðulaust á slóðirnar og fylgj-
ast þannig með samspili þessara
atómagna og áhrifum þeirra hver
á áðra.
Efniviðurinn í klefanum er auð-
fenginn og auðvelt að setja hann
saman, segja vísindamennirnir.
Þurr ís (kolsýrusnjór) er settur
í flatt ílát, sem er undir kringl-
óttri málmplötu, 15—45 sm í þver-
mál. Ofan á plötuna er breitt svart
flauel til að fá góðan bakgrunn
þegar athuga skal slóðirnar. Gler-
sivalningur, dálítið mjórri í þver-
mál en málmplatan og opinn í
báða enda, er settur upp á end-
ann á plötuna. Flóki, vættur í
methyl alchohol (tréspíritus), er
strengdur yfir kringlótta málm-
plötu, sem síðan er lögð ofan á
glersivalninginn þannig að flók-
inn snúi niður. Bakki með vatni
við venjulegan stofuhita er settur
ofan á plötuna. Þegar sterku ljósi
— björtu vasaljósi — er beint á
flauelið, verður skýklefinn að sýn-
ingarklefa, þar sem geimgeisla-
agnirnar sýna listir sínar.
Ný vegaviðgerðarvél.
1 Ameríku hefur verið búin til
geysistór vél til að gera við mal-
bikaða vegi. Eftir að malbikið
hefur verið brotið upp, safnar
hún brotunum upp í sig, fínmalar
þau, blandar saman við mulning-
inn upplausnárefni, sem leysir
upp malbikið, bætir föstum efn-
um út í eftir þörfum og leggur
blönduna sem nýtt slitlag á veg-
inn fyrir aftan sig.
Til áskrifenda.
Mjög góðar heimtur hafa orðið
á áskriftargjaldi Úrvals fyrir
þetta ár, rniklu betri en vér höfð-
um þorað að vona. Fáeinum göml-
um áskrifendum hefur þó af ein-
hverjum ástæðum láðst að senda
greiðslu. Ekki hefur samt enn
verið stöðvuð útsending á TJrvali
til þeirra, en þeim verður send
póstkrafa fyrir árgjaldinu, eftir
að þetta hefti er komið út.
Væntum vér, að þeir bregð-
ist fljótt og vel við og innleysi
póstkröfurnar. En hafi greiðsla
ekki borizt þegar næsta hefti
kemur út, um mánaðarmótin
júlí og ágúst, sjáum vér oss til-
neydda að stöðva sendingu til
þeirra, sem vangoldið eiga.