Úrval - 01.12.1958, Side 7
SKUGGAR GUÐANNA
út til að kaupa fyrir þá kapp-
reiðahjól af vini mínum, sem
orðinn var leiður á því, og dag-
inn eftir var Banka Bandaríkj-
anna lokað. Ég hjólaði framhjá
og sá hópa manna standa fram-
an við læstar bankadyr. Pening-
ar þeirra voru fyrir innan! Og
þeir fengu þá ekki. Sjálfum
fannst mér að ég hefði leikið
á skolla.
r r
EG las ekki mikið af bokum
um þessar mundir. Krepp-
an var mín bók. Mörgum árum
seinna tókst mér að tengja
saman það sem um þessar
mundir var aðeins tilfinningar,
skynjanir, svipmyndir. Það var
óljós vitund um að allar lindir
hefðu þornað. Einhver ósýnileg
engisprettuplága var að éta
peningana áður en hægt var að
festa hendur á þeim. Það dugði
ekki minna en doktorsgráða í
heimspeki til þess að fá atvinnu
í vöruhúsi Macy. Lögfræðingar
seldu hálsbindi. Allir voru að
reyna að selja öllum eitthvað.
Fyrrverandi forseti kauphallar-
innar var settur í fangelsi fyr-
ir misnotkun á sjóðum í vörzlu
hans. Leit var gerð að kaup-
sýslumönnum sem flúið höfðu
til Evrópu og Suðurameríku.
Næstum allt sem sagt hafði ver-
ið og gert fram til 1929 reynd-
ist fals. Það kom í ljós að eng-
inn hafði verið við stjórnvölinn.
Það sem þessir tímar gáfu
mér var, að ég held nú, vitund
um ósýnilegan heim. Veruleiki
ÚRVAL
hafði óséður verið að renna
saman í einn brennidepil í sam-
ræmi við huiin lögmál sín til
þess að sprengja blekkinguna
þegar hin rétta stund rann upp.
1 þeim skilningi var 1929 hið
gríska ár vort. Guðirnir höfðu
talað. Menning sem trúði á
kauphallarbrask, fjárglæfra og
miskunnarlausa samkeppni,
hafði stjakað vizku þeirra til
hliðar eða afskræmt hana. Nú
hófu þeir upp raust sína. Fyrir
hrunið hélt ég að ,,Society“*)
væri ríka fólkið sem las nöfn
sín í veizludálkum blaðanna.
Eftir hrunið voru það nauðleit-
armenn, sem sífellt voru að
berja að dyrum hjá okkur að
biðja um að fá að þvo glugga,
og hnigu sumir í ómegin af
hungri. 1 Brooklyn, New York.
I síðdegisrökkri virkra daga.
Ég las bækur eftir að ég var
orðinn sautján ára, en hafði þá
þegar ýmislegt út á þær að
setja. Ég trúði því jafnvel ekki
þá, að hægt væri að segja sögu
manns án þess að segja frá
þeirri veröld, sem hann lifði í,
á hverju hann lifði, hvernig
hann var, ekki aðeins heima
eða í rúminu, heldur einnig við
vinnu sína. Ég minnist þess nú,
að þegar ég las skáldsögur,
vöknuðu hjá mér spurningar: Á
hverju lifir þetta fólk? Hvenær
vinnur það ? Sömu spurninga
*) Þetta er orðaleikur hjá Miller.
„Society" merkir bæði samfélag og
heldra fóik samkvæmislifsins. - Þýð.
5