Úrval - 01.12.1958, Page 31

Úrval - 01.12.1958, Page 31
HORFUM REIÐILAUST TIL FRAMTlÐARINNAR ÚRVAL öryggisleysi sitt og blygðun með framgirni. Hræðslan vekur hjá þeim kjánalega reiði. Og þeim tekst ekki öllum að losna við það áhrifavald. Á kynþroskaárunum verða kirtlar, sem hafa látið tiltölu- lega lítið á sér bæra frá því fyrstu ár ævinnar, mjög starf- samir; efnabreytingar verða í líkamanum og kynhvatir verða sterkari. Jafnframt kemst rót á tilfinningalífið, og hneigðir, sem við fundum svo mjög til í frumbernsku verða aftur ríkari í okkur. Ef þessar sálrænu flækjur hafa ekki verið leystar í barnæsku, geta þær orðið neistinn, sem kveikir bálið í reiðiköstum uppvaxtaráranna. Það þarf engan að undra, þó að þetta tímabil öryggisleysis- ins einkennist jafnhliða af lík- amlegum og sálrænum átökum. Þeir, sem hafa verið alvarlega veikir eða orðið fyrir slysi, kannast við kvíðann, sem fyllir hugann, þegar þeir verða þess varir, að þeir geta ekki lengur haft stjórn á einhverri tiltekinni starfsemi líkamans. Þeir hafa um lengri eða skemmri tíma misst þau völd, er þeir voru smám saman að ná með ærinni fyrirhöfn á fyrstu bernskuár- unum. En það vill stundum gleym- ast, að einmitt á kynþroskaár- unum missa bæði piltar og stúlkur tök á ýmsu því, sem er að gerast í líkama þeirra og þau geta ekki treyst hinu og öðru, er þau hafa vanizt frá blautu barnsbeini. 'Sextán ára piltur sagði: „Ég hata það að fá ekki að stjórna fra,mkvæmdunum“. Á þessum árum er beinvöxtur meiri en vöðvaþroski, svo að af- leiðingin verður leiðinlegur klunnaháttur. Báðum kynjum hættir mjög til að roðna og svitna. Stundum fá þau bólur eða fílapensa, sem lýta þau ein- mitt þegar þau langar mest til að ganga í augun á hinu kyninu. Og bæði þjást þau af kynórum. En þetta er hreinsunareldur, sem þau verða að ganga í gegn- um, endurfæðing til nýrra og framandi lífshátta. Unglingarnir verða nú fyrr kynþroska en áður. Af því leið- ir, að æskulýðurinn í hinum vestrænu menningarlöndum þarf að búa lengri tíma við ó- fremdarástand í þjóðfélags- og kynferðismálum. Unglingurinn er orðin andlega og líkamlega þroskaður löngu áður en hann fær fullnægt kynþörf sinni í líffræðilegum skilningi. Hann er útilokaður frá að stofna sína eigin fjölskyldu, bæði af vana- festu og fjárhagslegri þörf, enda þótt hann sé löngu vaxinn upp úr því að vera barnið í fjölskyldunni. Þetta millibilsá- stand er óhjákvæmilegt og rétt í augum þeirra fullorðnu. Oft geta unglingarnir líka fallizt á röksemdir þessarar skoðunar, enda þótt tímasóunin, sem henni fylgir, gefi þeim oft tilefni til 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.