Úrval - 01.12.1958, Page 62
■Crval
„SÝN MÉR TRÚ ÞlNA AF VERKUNUM'
er það, sem maður verður sízt
af öllu var við í Afríku.
— Þessir deyjandi ættflokk-
ar hafa séð hinn mikla lífs-
kraft hvítu mannanna, þeir
hafa fundið vængjaþyt ham-
ingjunnar. En þeim var hrundið
frá, þeir voru útilokaðir frá
lífinu. Þess vegna hafa þeir
misst alla lífslöngun.
En það er einkennandi fyrir
Afríku í dag, hélt faðir Tempels
áfram, að svertingjarnir eru
farnir að efast um kraft hvíta
mannsins. Áður vorum við allir
tata, nú erum við flestir bara
monsieur, herra. Einhvers stað-
ar langt úti í kjarrskóginum hef
ég hitt gamla menn, sem hafa
sagt við níig: Ungu mennirnir
okkar, sem hafa farið til ykk-
ar, eru orðnir peningamenn.
Þeir þekkja ekki annað en
peninga. Peningar er það eina,
sem þeim finnst nokkurs virði.
Þeir hafa misst kraftinn, þeir
eru mufu, dánir.
— En það hlýtur að koma
að því, að þetta gamla skipulag
hrynji, andæfði ég. Það getur
ekki gengið þannig endalaust,
að gamlir menn kalli hina ungu
tata í þeirri trú, að þeir hafi
yfir meiri krafti að ráða.
— Ja. Faðir Tempels sat þög-
ull langa stund. — Maður breyt-
ist víst mikið, þegar maður
hefur búið lengi hér í Afríku.
Hlutir, sem maður bar virðingu
fyrir heima í Evrópu, missa allt
gildi sitt hér hjá okkur. Kannski
er bezt að líta ekki um öxl?
En — hvernig get ég komizt
hjá því að veita því athygli, að
heiðingjamir eru traust og á-
reiðanlegt fólk, en kristnu negr-
arnir okkar, évolués, sem
stjórnmálamennirnir byggja
von sína á, eru hræddir og á
báðum áttum?
Ég held, að ég viti, hvernig
á þessu stendur. Heimspeki
heiðingjanna gaf, í öllum sínúm
einfaldleika, svar við hinum
eilífu spumingum um líf og
dauða, frelsun og glötun. En
þeir kristnu, eða hvað maður
á nú að kalla svertingjana, sem
tekið hafa skím, lifa í umsnún-
um heimi. Þeir komu til okk-
ar, þeir leituðu að manni og við
gáfum þeim trú. Þess vegna
hafa þeir aldrei getað samrýmt
hina nýju lifnaðarhætti sína
þeim heimi, er þeir höfðu van-
izt frá blautu barnsbeini. Þeg-
ar þeir segja skilið við þann
heim, fremja þeir í rauninni
andlegt sjálfsmorð. Margir hafa
gert það, og eru þeir mufu,
dánir. Þeir hafa horfið frá sinni
gömlu menningu án þess að
geta tileinkað sér okkar. Við
skildum aldrei þeirra hugar-
heim. Hvemig getum við þá
krafizt þess, að þeir skilji okk-
ar?
— Hvemig fer þá ? spurði ég.
— Það veit Guð einn. En ég
er viss um, að það er eitthvað
mikið að gerast hér í Afríku.
Fram að þessu hafa svert-
ingjamir stælt Evrópumennina,
án þess að skilja það, sem þeir
60