Úrval - 01.12.1958, Page 76

Úrval - 01.12.1958, Page 76
■ÚRVAL ÉG ER ALBÍNÖ hægt að breyta! Og hafði ég ekki lesið einhversstaðar, að það væri jafnvel hægt að breyta augnalitnum með því að nota augnlinsur með brúnni eða blárri lithimnu? Ég ætlaði að dufta andlit mitt með dökku púðri, farða augnabrúnirnar og augnahárin . . .! Ég skal ekki lengur vera al- bínó! hugsaði ég í bræði minni. Þegar ég kom heim um kvöld- ið greip mamma andann á lofti. Pabbi bölvaði í hljóði. Hárið á mér var jarpt og stífkrullað. Á andlitinu var þykkt lag af dökku púðri og augnabrúnirnar voru dökk, breið strik. Hvít augnahárin voru lögð stífu, brúnu mascara. Hið eina sem þau könnuðust við af dóttur sinni voru tvö, ljósrauð augu sem störðu þrjózkufull á þau. ,,Hana,“ sagði ég. ,,Nú skal enginn glápa á mig framar!“ Það reyndist orð að sönnu. Menn hættu að glápa á mig. En í skólanum héldu bekkjarsyst- kini mín áfram að forðast mig — ekki vegna útlits míns, eins og ég komst að síðar, heldur vegna framkomu minnar. I stað þess að áður hafði ég verið feimin og hlédræg gerðist ég nú framhleypin og ögrandi og hratt þannig frá mér öllum sem komu nærri mér. Ef til vill hefði ég haldið þannig áfram að berjast við albínisma minn og allan heim- inn það sem eftir var ævinnar, ef ég hefði ekki eitt sinn ráfað inn í veitingastofu. Ég sat stíf og bein við borðið og sötraði kók, þegar ungur piltur, bekkj- arbróðir minn, settist hjá mér. Hann hafði líka orðið skot- spónn annarra. Það var vegna málfarsins. Hann var Lundúna- búi og foreldrar hans voru ný- fluttir til Ameríku. Strákunum í bekknum fannst hinn enski málhreimur hans einstaklega hlægilegur. En hann hafði tek- ið aðhlátri þeirra svo góðlát- lega, að hann hafði hlotið al- mennar vinsældir af — svo miklar að ég varð hreykin og utan við mig þegar hann settist við hliðina á mér. ,,Halló,“ sagði hann glaðlega. ,,Er búið að bjóða þér á ballið næsta laugardag?“ Ég stundi upp nei-i, og áð- ur en ég vissi af var einn af eftirsóttustu strákunum í bekknum búinn að bjóða mér á ballið. Ronny! Hjarta mitt barðist meðan hann var að tala við mig, þangað til ég gat ekki lengur afborið það. Ég var sannfærð um að hann vissi ekki hvernig ég var, og að ég yrði að segja honum það. „Vissirðu . . . vissirðu að ég er . . . albínó,“ stamaði ég. Ronny geispaði letilega og horfði á mig yfir kókglasið sitt. ,,Þú segir nokkuð,“ sagði hann með sínum sérkennilega mál- hreim. „Jæja, þá skal ég segja þér hið óttalega leyndarmál mitt! Ég er kynblendingur . . . enskur í aðra ættina og írsk- 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.