Úrval - 01.12.1958, Side 119
FJÁRSJÖÐURINN
tilhlökkunina, en hún gat ekk-
ert sagt. Hann minntist ekki á
Hadaam eða Kaliforníu. Hann
var þögull, og fölur ásýndum.
Hann var blíður og góður við
Rakel. Á miðvikudaginn næsta
lét hann klippa sig; hann var
í beztu fötunum. Hann fór aft-
ur til rakarans á laugardaginn
og lét klippa sig og snyrta á
sér neglurnar. Hann baðaði sig
tvisvar á dag, fór í hreina
skyrtu áður en hann borðaði
kvöldverð og brá sér iðulega inn
í baðherbergið til að þvo sér
um hendurnar, bursta tennurn-
ar og bleyta óstýrlátan hárlokk.
Þessi óskiljanlega umhyggja
hans fyrir líkama sínum og út-
liti minnti Láru á ungling, sem
verður skyndilega ástfanginn.
Whittemore-hjónunum var
boðið í samkvæmi á mánudags-
kvöldið, og Lára vildi endilega
að þau færu. Gestirnir voru eft-
irlegukindur úr heilum hóp, sem
komið hafði saman tíu árum
áður, og hefði einhver kallað
upp nöfnin úr fyrstu samkvæm-
unum eins og þegar tekið er
manntal í tvístraðri herdeild á
undanhaldi, hefði svarið orðið
„Saknað . . . saknað . . . saknað"
úr herflokknum, sem fór til
Westchester. „Saknað . . . sakn-
að . . . saknað“ úr hópnum, sem
skilnaður, . drykkjuskapur,
taugabilun og hvers kyns mót-
læti hafði sært eða drepið. Og
Lára fann til saknaðarins vegna
þess, að hún hafði komið í sam-
ÚRVAL
kvæmið sem hlutlaus þátttak-
andi.
Hún hafði ekki verið þar
nema tæpan klukkutíma, þegar
hún heyrði eitthvert fólk koma
inn, og þegar hún leit um öxl,
sá hún Alice Holinshed og mann
hennar. Það var þröng af fólki
í stofunni, og hún frestaði því
að tala við Alice þangað til
seinna. Þegar langt var liðið á
kvöldið, fór Lára fram á snyrti-
herbergið, og er hún kom það-
an inn í svefnherbergið, fann
hún Alice sitjandi á rúminu.
Hún virtist hafa verið að bíða
eftir Láru. Lára settist við
snyrtiborðið til að greiða sér.
Hún horfði á vinkonu sína í
speglinum.
„Mér er sagt, að þið séuð að
fara til Kaliforníu," sagði Al-
ice.
„Við vonumst til þess, já. Við
fáum að vita það á morgun“.
„Er það satt, að frændi
Ralphs hafi bjargað lífi hans?“
„Já, það er satt.‘f
„Þið eruð heppin“.
„Já, það má segja það“.
„Þið eruð svei mér heppin.“
Alice stóð upp af rúminu, gekk
þvert yfir herbergið og lokaði
dyrunum, kom síðan aftur að
rúminu og settist. Lára fylgd-
ist með henni í speglinum, en
hún horfði ekki á Láru. Hún
laut áfram og virtist óstyrk á
taugum. „Þið eruð heppin,“
sagði hún enn. „Þið eigið svo
gott. Veiztu í rauninni, hvað
gott þið eigið ? Ég ætla að segja
109