Úrval - 01.12.1958, Síða 119

Úrval - 01.12.1958, Síða 119
FJÁRSJÖÐURINN tilhlökkunina, en hún gat ekk- ert sagt. Hann minntist ekki á Hadaam eða Kaliforníu. Hann var þögull, og fölur ásýndum. Hann var blíður og góður við Rakel. Á miðvikudaginn næsta lét hann klippa sig; hann var í beztu fötunum. Hann fór aft- ur til rakarans á laugardaginn og lét klippa sig og snyrta á sér neglurnar. Hann baðaði sig tvisvar á dag, fór í hreina skyrtu áður en hann borðaði kvöldverð og brá sér iðulega inn í baðherbergið til að þvo sér um hendurnar, bursta tennurn- ar og bleyta óstýrlátan hárlokk. Þessi óskiljanlega umhyggja hans fyrir líkama sínum og út- liti minnti Láru á ungling, sem verður skyndilega ástfanginn. Whittemore-hjónunum var boðið í samkvæmi á mánudags- kvöldið, og Lára vildi endilega að þau færu. Gestirnir voru eft- irlegukindur úr heilum hóp, sem komið hafði saman tíu árum áður, og hefði einhver kallað upp nöfnin úr fyrstu samkvæm- unum eins og þegar tekið er manntal í tvístraðri herdeild á undanhaldi, hefði svarið orðið „Saknað . . . saknað . . . saknað" úr herflokknum, sem fór til Westchester. „Saknað . . . sakn- að . . . saknað“ úr hópnum, sem skilnaður, . drykkjuskapur, taugabilun og hvers kyns mót- læti hafði sært eða drepið. Og Lára fann til saknaðarins vegna þess, að hún hafði komið í sam- ÚRVAL kvæmið sem hlutlaus þátttak- andi. Hún hafði ekki verið þar nema tæpan klukkutíma, þegar hún heyrði eitthvert fólk koma inn, og þegar hún leit um öxl, sá hún Alice Holinshed og mann hennar. Það var þröng af fólki í stofunni, og hún frestaði því að tala við Alice þangað til seinna. Þegar langt var liðið á kvöldið, fór Lára fram á snyrti- herbergið, og er hún kom það- an inn í svefnherbergið, fann hún Alice sitjandi á rúminu. Hún virtist hafa verið að bíða eftir Láru. Lára settist við snyrtiborðið til að greiða sér. Hún horfði á vinkonu sína í speglinum. „Mér er sagt, að þið séuð að fara til Kaliforníu," sagði Al- ice. „Við vonumst til þess, já. Við fáum að vita það á morgun“. „Er það satt, að frændi Ralphs hafi bjargað lífi hans?“ „Já, það er satt.‘f „Þið eruð heppin“. „Já, það má segja það“. „Þið eruð svei mér heppin.“ Alice stóð upp af rúminu, gekk þvert yfir herbergið og lokaði dyrunum, kom síðan aftur að rúminu og settist. Lára fylgd- ist með henni í speglinum, en hún horfði ekki á Láru. Hún laut áfram og virtist óstyrk á taugum. „Þið eruð heppin,“ sagði hún enn. „Þið eigið svo gott. Veiztu í rauninni, hvað gott þið eigið ? Ég ætla að segja 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.