Úrval - 01.06.1959, Síða 7
KlNVERSKA KOMMÚNAN I TVENNSKONAR LJÓSI
ÚRVAL
vegi, rífa niður þorp annarra,
byggja bragga eða bræða eld-
húsáhöld í hrájárnsofnunum,
svo að Nýja Kína gæti staðið
við áætlun sína um stálfram-
leiðslu árið 1958.
Áhrifin af þessu herútboði
einstaklingsins má glögglega
finna í frásögnum flóttafólks,
sem leitað hefur hælis í Macao
og segir umbúðalaust frá lífi
sínu í kommúnunum.
Chang Hsi-Lan, 23 ára gamall,
flýði úr kommúnu í nóvember
síðastliðnum, af því að hann
vildi „ekki vera skepna lengur“.
Chang átti heima í þorpinu Kao
Yeung í Suður-Kína. Yfirmað-
ur kommúnista á staðnum, Lee
Tak, kallaði einu sinni alla á
fund og tilkynnti, að þorpið
ætti að verða kommúna ásamt
19 öðrum byggðarlögum. „Þið
eigið að selja kommúnunni all-
ar persónulegar eigur ykkar“,
sagði hann, „og hafa ekki á-
hyggjur af neinu.“ Nokkrir
þorpsbúa reyndu að malda í
móinn, en Lee neitaði að leyfa
umræður eða svara spurning-
um.
Chang Hsi-Lan komst allur
i uppnám og leitaði til vinar
síns, Tong Nan-liang. Meðan
hann var þar, kom matsmaður
kommúnista, virti fyrir sér inn-
anstokksmuni Tong-fjölskyld-
unnar — þrjú rúm, nokkra
potta og skálar, borð, stóla og
ljósker — og sagði, að þau
mundu fá 60 pund fyrir það allt.
Hvenær? „Einhverntíma,“ sagði
kommúnistinn og fór.
Nokkrum dögum seinna voru
þorpsbúar vaktir fyrir allar
aldir. Þeir söfnuðust saman á
hæð skammt í burtu, meðan
starfsmenn kommúnista tóku
hvert tangur og tetur úr öllum
liúsunum í þorpinu, 170 að tölu,
og hlóðu dótinu á vörubíla. Síð-
an fóru kommúnistarnir skipu-
lega um þorpið og kveiktu í
hverju húsinu á fætur öðru, unz
þorpið stóð í björtu báli. Fólk-
ið horfði þögult á heimili sín
verða eldinum að bráð.
Lee Tak sagði nú fólkinu að
leggja af stað gangandi til nýju
kommúnunnar, sem var næst-
um 40 kílómetra í burtu. Þeir
sterkari hjálpuðu þeim veikari,
sjúklingarnir voru bornir á
eins konar börum. Lee, sjálfur
yfirforinginn, ók í vörubifreið.
Myrkrið var að skella á, þegar
þorpsbúar komust loks á á-
fangastað, opið svæði, þar sem
stóðu sjö nýreistir braggar.
Þetta var eitt af tólf byggðar-
lögum Li Hing kommúnunnar,
sem hafði 10 þúsund manns
innan vébanda sinna.
Eitt af fyrstu verkum komm-
únistastjórnarinnar var að
taka öll börn, nema brjóst-
mylkinga, frá mæðrunum og
koma þeim fyrir í sérstökum
bragga. Gamalt fólk, þar á
meðal sextíu ára gömul móðir
Tongs, var send í annan bragga,
sem kallaðist „Hamingjuhúsið".
Konur voru settar í tvo bragga
3