Úrval - 01.06.1959, Side 13
KÍNVERSKA KOMMÚNAN I TVENNSKONAR LJÓSI
ÚRVAL
urðu að vinna hálfan vinnutíma
á ökrunum eða í iðnaðinum.
Gagnstætt því sem ég hafði
séð í Rússlandi, var' ekki um
það að ræða að bændunum væri
stjórnað af útlærðum háskóla-
mönnum eða flokksforingjum.
Enginn af leiðtogum þeirra,
sem ég talaði við, hafði verið
kommúnisti fyrir 1949; þeir
höfðu blátt áfram allir verið ó-
læsir og óskrifandi bændur.
Nú komu þeir mér fyrir sjón-
ir sem athafnamenn, er treystu
á sjálfa sig. Verkefni hvers og
eins þeirra var skráð svart á
bvítu í vinnubækurnar, og í
skrifstofum þeirra var fullt af
blöðum og tímaritum — en ekki
ein einasta bók. Engum þeirra
fannst þörf á reyndum sérfræð-
ingum til að geta tekið ákvarð-
anir um dagleg verkefni.
1 kommúnu T var mér sagt,
að tala menntaðra manna þar
væri varla yfir þrjátíu, þar af
þrír dýralæknar, en engu að
síður gátu þeir sýnt mér stíflu,
sem var nýlega fullgerð. Og
þegar ég spurði, hver hefði
teiknað mannvirkið, var mér
sagt, að skólastýran hefði tek-
ið afrit af stífluuppdrætti í
kennslubók, sem einn af nem-
endum hennar hafði komið með
úr tækniháskólanum í Tientsin.
Ég gekk nákvæmlega úr
skugga um þetta. Nei, fólkið
hafði ekki fengið neina aðra
hjálp frá yfirvöldunum og þau
höfðu ekkert skipt sér af því,
að öðru leyti en því að gefa
samþykki sitt til að mannvirk-
ið mætti reisa á þessum fyrir-
hugaða stað.
Allt var heimaunnið — þar
á meðal steypa og styrktarjárn
— að undantekinni gömlu afl-
vélinni í stöðvarhúsinu. Hún var
brezk, sá ég var, frá árinu 1874,
og hafði verið flutt hingað af
sendinefnd, sem fann hana í
borginni Harbin.
1 báðum hinum kommúnun-
um, er ég heimsótti, sá ég svip-
uð dæmi um framtakssemi
bænda á staðnum. Þegar mér
voru sýndir bræðsluofnar í
kommúnu W, hópuðust strax í
kringum mig karlar, konur og
börn, klöppuðu saman lófunum
og hlógu, þegar þau lýstu fyrir
mér, hvernig þau höfðu látið af
lrendi öll suðutæki heimilisins
ti! að bræða þau í ofninum, svo
að þau legðu sinn skerf til bar-
áttunnar „Förum fram úr
Bretlandi".
I kommúnu C var aðaláherzl-
an lögð á vélsmíðar. Mér var
sýnd stærsta verksmiðjan, þar
sem unnu 170 manns, en hún
framleiddi jarðyrkjuverkfæri.
Þarna var geysistór húsagarð-
ur með stóru tré miðsvæðis og
smáútskotum frá aðalbyggingu,
sem nú var ekki til lengur, en
hafði augsýnilega einhvern
tíma verið aðsetur landeiganda.
Öðrum meginn við garðinn
var smíðahúsið — þar voru
fimmtíu bændur að smíða skrif-
stofuhúsgögn fyrir kommún-
una, ennfremur var þar nýr
9