Úrval - 01.06.1959, Síða 14

Úrval - 01.06.1959, Síða 14
tJRVAL KlNVERSKA KOMMÚNAN 1 TVENNSKONAR LJÓSI skurðarhnífur fyrir kartöflur, sem þeir höfðu fundið upp og vonuðust til að geta sent á markaðinn. Hinum megin við garðinn voru fimm járnsmiðjur, og var þar úti fyrir fjöldi af nýjum, endurbættum plógum — rúm- um tuttugu og fimm sentimetr- um hafði verið aukið við plóg- jámið fyrir djúpplægingu. Lengra í burtu voru bræðslu- ofnar og þessir vanalegu haug- ar af eldhúsáhöldum, sem fólk hafði lagt fram sem sinn skerf í framleiðslunni. ,,Hvers vegna kaupið þið ekki nýtízku landbúnaðarvélar frá nýju dráttarvélaverksmiðjunni, sem er varla meira en hundrað og fimmtíu kílómetra héðan?“ spurði ég. „Það, sem þeir smíða í borg- unum, er alltof flókið og alltof dýrt fyrir okkur,“ svöruðu þeir. „Við getum heldur ekki beðið.“ I hverri kommúnu var ég kaf- færður í skýrslum um fyrstu uppskeru ársins, og síðan var mér sýnt kornið úr annarri sáningu, sem nú var að þrosk- ast á ökrunum. í kommúnu C var ég svo ófyrirleitinn að halda því fram, að líklega ætti veðrið sinn þátt í velgengni þeirra. „Nei,“ svöruðu þeir drembi- lega; „alveg frá því í vor hefur veðráttan verið okkur óhag- stæð, og þessi góði árangur er einungis að þakka tæknilegum framförum, handleiðslu Komm- únistaflokksins og harðfylgi verkamannanna við vinnuna.“ „Jafnvel þótt bændur í heimalandi mínu legðu trúnað á þetta,“ sagði ég, þætti þeim ekki vænlegt til heilla að af- neita hlutdeild forsjónarinnar í hagnaðinum.“ Svarið lét ekki á sér standa: „I Kína kommún- ismans höfum við lagt niður alla hjátrú.“ Slík ónotasvör gerðu mig dá- lítið efablandinn. Samt þurfti maður ekki annað en líta út um lestarglugga til að sjá, hve upp- skeran á árinu 1958 var gífur- leg, þó að kínverskum hag- skýrslum sé engan veginn að treysta. Og það er erfitt að neita því, að þessi árangur er að langmestu leyti að þakka aukinni tækni, sem á hinn bóg- inn hlýtur að skapa mikið at- vinnuleysi í sveitunum. Sú frumstæða iðnvæðing, sem ég sá í kommúnunum, verður reyndar réttlætanleg út frá þessu sjónarmiði; hún skapar atvinnu fyrir þá, sem orðið hafa útundan við aukna tækninotk- un í framleiðslunni. Það er eitthvert meira vit í þessum vinnubrögðum, að setja bændurna til að afla sér þekk- ingár á eigin spýtur, taka sín- ar eigin ákvarðanir og fram- kvæma sína eigin iðnbyltingu, heldur en að draga þá í einuxn rykk (eins og Rússar reyndu) frá kornsigð miðaldanna upp í fullkomnar kornvinnsluvélar nútímans. Hvernig er afkoma manna í 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.