Úrval - 01.06.1959, Side 17
„Bragðið er hræðilegt, en áhrifin —
þeirra minnist ég alltaf
með söknuði.“
*
Astar-kaktusinn.
Úr bókinni „The Caetus of Love.“
eftir Karl Eskelund.
jCHNU sinni á ári gerir hús-
bóndi minn boð fyrir mig.
Hann er ritstjóri við danskt
vikublað. Flestir starfsmenn
hans biðja fyrir sér, þegar hann
sendir eftir þeim. Ætlar hann
að taka þá í karphúsið? Eða
lækka við þá kaupið ?
Ég einn hlakka til samfund-
anna. Þegar ég hef lokað dyr-
unum á eftir mér, gengur rit-
stjórinn að heimskortinu, sem
hangir uppi á vegg.
„Jæja, Eskelund,“ segir hann,
„hvert er ferðinni heitið í ár?“
Stundum kinkar hann kolli,
þegar ég bendi honum á staðinn,
sem mig og konu mína langar
til að heimsækja. „Japan?“ seg-
ir hann, ,,það er ekki svo vit-
laust. Eg held, að þar sé heil-
mikið um að vera.“ Eða: „Indó-
nesía, já, hún hefur nýlega
fengið sjálfstæði. Það gæti ver-
ið gaman að vita, hvernig þeim
gengur austur þar.“
En í fyrra gretti hann sig,
þegar ég sagði honum frá á-
kvörðun okkar. „Mexico?“ sagði
hann. „Hvers vegna í ósköpun-
um dettur ykkur í hug að fara
þangað?“
„Mér finnst það merkilegt
land. Þar blómgaðist forn menn-
ing Mið-Ameríku, menning May-
anna og Aztekanna. Þar er mik-
ið af gömlum rústum. ..“
„Ég hef engan áhuga á rúst-
um,“ hreytti hann út úr sér,
„enda geturðu ekki skrifað nema
tvær, þrjár greinar um þær.
Lesendur okkar eru orðnir hund-
leiðir á gamla tímanum — þeir
vilja eitthvert nútímaefni.“
„Það finnast ennþá margir
litskrúðugir indíánaættflokkar
í Mexico,“ sagði ég og var ekki
á því að láta undan. Mér var
innanbrjósts eins og sölumanni.
Ég vissi að varan var góð, en
hvernig gat ég sannfært rit-
stjórann minn um það?
„Það eru líka takmörk fyrir
því, hvað mikið er hægt að
skrifa um indíánaættflokka —
það var meira en nóg af þeim
í ferðasögu þinni frá Suður-
Ameríku."
„Og svo er auðvitað — ehemm
— já, í Mexico finnst kakt-
us . ..“
„Lesendur okkar hafa heldur
ekki mikinn áhuga á grasa-
fræði."
13