Úrval - 01.06.1959, Side 17

Úrval - 01.06.1959, Side 17
„Bragðið er hræðilegt, en áhrifin — þeirra minnist ég alltaf með söknuði.“ * Astar-kaktusinn. Úr bókinni „The Caetus of Love.“ eftir Karl Eskelund. jCHNU sinni á ári gerir hús- bóndi minn boð fyrir mig. Hann er ritstjóri við danskt vikublað. Flestir starfsmenn hans biðja fyrir sér, þegar hann sendir eftir þeim. Ætlar hann að taka þá í karphúsið? Eða lækka við þá kaupið ? Ég einn hlakka til samfund- anna. Þegar ég hef lokað dyr- unum á eftir mér, gengur rit- stjórinn að heimskortinu, sem hangir uppi á vegg. „Jæja, Eskelund,“ segir hann, „hvert er ferðinni heitið í ár?“ Stundum kinkar hann kolli, þegar ég bendi honum á staðinn, sem mig og konu mína langar til að heimsækja. „Japan?“ seg- ir hann, ,,það er ekki svo vit- laust. Eg held, að þar sé heil- mikið um að vera.“ Eða: „Indó- nesía, já, hún hefur nýlega fengið sjálfstæði. Það gæti ver- ið gaman að vita, hvernig þeim gengur austur þar.“ En í fyrra gretti hann sig, þegar ég sagði honum frá á- kvörðun okkar. „Mexico?“ sagði hann. „Hvers vegna í ósköpun- um dettur ykkur í hug að fara þangað?“ „Mér finnst það merkilegt land. Þar blómgaðist forn menn- ing Mið-Ameríku, menning May- anna og Aztekanna. Þar er mik- ið af gömlum rústum. ..“ „Ég hef engan áhuga á rúst- um,“ hreytti hann út úr sér, „enda geturðu ekki skrifað nema tvær, þrjár greinar um þær. Lesendur okkar eru orðnir hund- leiðir á gamla tímanum — þeir vilja eitthvert nútímaefni.“ „Það finnast ennþá margir litskrúðugir indíánaættflokkar í Mexico,“ sagði ég og var ekki á því að láta undan. Mér var innanbrjósts eins og sölumanni. Ég vissi að varan var góð, en hvernig gat ég sannfært rit- stjórann minn um það? „Það eru líka takmörk fyrir því, hvað mikið er hægt að skrifa um indíánaættflokka — það var meira en nóg af þeim í ferðasögu þinni frá Suður- Ameríku." „Og svo er auðvitað — ehemm — já, í Mexico finnst kakt- us . ..“ „Lesendur okkar hafa heldur ekki mikinn áhuga á grasa- fræði." 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.