Úrval - 01.06.1959, Side 20

Úrval - 01.06.1959, Side 20
tJRVAL ÁSTAR-KAKTUSINN annan hátt en ég hafði áður séð. Það var eins og ég hefði skyndi- lega uppgötvað þriðju víddina. Fegurð stoltra og beinvaxinna greina þess tók hug minn fang- inn. Ég lá langa stund og elsk- aði þetta tré. En ekki bara tréð. Ég sneri mér að Chi-yun, tók hana í fangið og kyssti hana hvað eft- ir annað. Hún var eitt sólskins- bros; við höfðum þó verið gift í fjöldamörg ár. Nokkrum vikum seinna talaði ég við prófessor, sem eitthvað hefur fengizt við rannsóknir á peyote. Þegar ég sagði honum frá áhrifum plöntunar, óskaði hann mér til hamingju og gaf mér þær kærkomnu upplýsing- ar, að kaktusinn magni einung- is þær hvatir, sem fyrir eru í manninum. Ef innrætið er slæmt, kemur það í jós á ó- tvíræðan hátt, og sama er að segja um gott hjartalag. Ég hlaut því innst inni að vera mesta gæðasál. Klukkutíma eftir að kaktus- inn byrjaði að verka á mig, snerum við Chi-yun aftur til borgarinnar. Ég átti ekki í nein- um erfiðleikum með að ganga beint, en það var ekki eins auð- velt að halda í skef jum þessari áköfu ástúð innra með mér. Ég bar í brjósti bróðurlegar tilfinn- ingar til alls í kringum mig — fuglanna, trjánna, meira að segja bílanna, sem þyrluðu upp rykmekki, svo að við sáum varla út úr augunum. Þetta var langtum betra en marijuana. Enginn æsingur, engar ofsjónir, aðeins einkenni- lega skýr hugsun og djúp ró- semi. I f jórar klukkustundir var ég í þessari ástarvímu. Kunningj- ar okkar sáu stórbreytingu á mér. Ég hafði aldrei verið svona blíður og mjúkur á manninn, sögðu þeir. Mér er ekki örgrannt um, að eiginmennirnir hafi ver- ic dálítið áhyggjufullir yfir augnatillitinu, sem ég sendi konum þeirra, en það var að- eins andleg ást, sem ég bar í brjósti. Þar sem ég hafði heyrt, að peyote-neyzla illi svefnleysi, sagði ég Chi-yun þegar við hátt- uðum, að mér myndi líklega ekki koma dúr á auga þá nótt. And- artaki seinna var ég farinn að hrjóta, en konan mín bylti sér í rúminu klukkutímum saman, andvaka eftir ævintýralega við- burði dagsins. Morguninn eftir var ég með dálítinn höfuðverk, en matar- lystin var í himnalagi. Ég var ekki laus við eftirsjá, líkt og maður, sem er vakinn af dá- samlegum draumi. Og síðan hef ég alltaf fundið til saknað- arkenndar, í hvert skipti sem mér dettur peyote í hug. Það er ekki af siðferðisástæðum, að ég hef orðið að neita mér um þenn- an munað. Mér hefur blátt á- fram reynzt ómögulegt að ná í meira. 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.