Úrval - 01.06.1959, Side 20
tJRVAL
ÁSTAR-KAKTUSINN
annan hátt en ég hafði áður séð.
Það var eins og ég hefði skyndi-
lega uppgötvað þriðju víddina.
Fegurð stoltra og beinvaxinna
greina þess tók hug minn fang-
inn. Ég lá langa stund og elsk-
aði þetta tré.
En ekki bara tréð. Ég sneri
mér að Chi-yun, tók hana í
fangið og kyssti hana hvað eft-
ir annað. Hún var eitt sólskins-
bros; við höfðum þó verið gift
í fjöldamörg ár.
Nokkrum vikum seinna talaði
ég við prófessor, sem eitthvað
hefur fengizt við rannsóknir á
peyote. Þegar ég sagði honum
frá áhrifum plöntunar, óskaði
hann mér til hamingju og gaf
mér þær kærkomnu upplýsing-
ar, að kaktusinn magni einung-
is þær hvatir, sem fyrir eru í
manninum. Ef innrætið er
slæmt, kemur það í jós á ó-
tvíræðan hátt, og sama er að
segja um gott hjartalag. Ég
hlaut því innst inni að vera
mesta gæðasál.
Klukkutíma eftir að kaktus-
inn byrjaði að verka á mig,
snerum við Chi-yun aftur til
borgarinnar. Ég átti ekki í nein-
um erfiðleikum með að ganga
beint, en það var ekki eins auð-
velt að halda í skef jum þessari
áköfu ástúð innra með mér. Ég
bar í brjósti bróðurlegar tilfinn-
ingar til alls í kringum mig —
fuglanna, trjánna, meira að
segja bílanna, sem þyrluðu upp
rykmekki, svo að við sáum
varla út úr augunum.
Þetta var langtum betra en
marijuana. Enginn æsingur,
engar ofsjónir, aðeins einkenni-
lega skýr hugsun og djúp ró-
semi.
I f jórar klukkustundir var ég
í þessari ástarvímu. Kunningj-
ar okkar sáu stórbreytingu á
mér. Ég hafði aldrei verið svona
blíður og mjúkur á manninn,
sögðu þeir. Mér er ekki örgrannt
um, að eiginmennirnir hafi ver-
ic dálítið áhyggjufullir yfir
augnatillitinu, sem ég sendi
konum þeirra, en það var að-
eins andleg ást, sem ég bar í
brjósti.
Þar sem ég hafði heyrt, að
peyote-neyzla illi svefnleysi,
sagði ég Chi-yun þegar við hátt-
uðum, að mér myndi líklega ekki
koma dúr á auga þá nótt. And-
artaki seinna var ég farinn að
hrjóta, en konan mín bylti sér í
rúminu klukkutímum saman,
andvaka eftir ævintýralega við-
burði dagsins.
Morguninn eftir var ég með
dálítinn höfuðverk, en matar-
lystin var í himnalagi. Ég var
ekki laus við eftirsjá, líkt og
maður, sem er vakinn af dá-
samlegum draumi. Og síðan
hef ég alltaf fundið til saknað-
arkenndar, í hvert skipti sem
mér dettur peyote í hug. Það er
ekki af siðferðisástæðum, að ég
hef orðið að neita mér um þenn-
an munað. Mér hefur blátt á-
fram reynzt ómögulegt að ná í
meira.
16