Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 26
ÚRVAL
ANDI OG EFNI
hversu miklu þýðingarmeiri
hlýtur hún þá ekki að vera hjá
manninum, sem getur valið —
jafnvel skynsamlega. Pólitísk-
um og félagslegum atburðum er
ekki þröngvað upp á okkur; sem
heild, að minnsta kosti, erum
við valdir að þeim og stjórnum
þeim (þó að við gerum það oft
óskynsamlega). Líffræðileg ör-
lög okkar eru sama eðlis. Nátt-
úran hefur ekki ákveðið þau
fyrir fram. Það er að vísu hugs-
anlegt, að maðurinn sé, eins og
krókódíllinn eða skordýrið,
kominn á enda þróunarbrautar
sinnar. Þar við bætist, að á-
stæða er til að ætla, að við höf-
um sett þránd í götu hinnar
darwinsku þróunarafla í báðar
áttir: til góðs og ills. Við vernd-
um þá sem eru veikburða,
læknum sjúka, fæðum hungr-
aða og takmörkum barneignir;
við slátrum líka hver öðrum
með sífellt stórvirkari tækjum,
og látum milljónir deyja úr
hungri og sjúkdómum. Bæði
mannúð og mannúðarleysi hafa
áhrif á val náttúrunnar. Samt
eru okkur eftirlátin fjölmörg
tækifæri til að bæta líffræði-
lega framtíð okkar með því að
efla þróun skynseminnar. Með
því getum við ekki einungis
vænzt þess að auka þekkingu
okkar á náttúrunni og ná meira
valdi yfir öflum hennar, heldur
einnig að ná meira valdi yfir
sjálfum okkur og tortímingar-
hneigðum okkar.
Schrödinger varar við hinni
alvarlegu hættu á „almennri
hrörnun skynsemi vorrar vegna
aukinnar véltækni og „for-
heimskunaráhrifa“ flestra fram-
leiðsluaðferða. Það er sífellt
verið að leita að hæfileikum og
hrópa á snilligáfur, en jafn-
framt býr hið háþróaða iðnað-
arsamfélag allt sem bezt í hag-
inn fyrir hið sjálfumglaða vél-
menni. Schrödinger ræðir deil-
urnar um ,,velferðarríkið“, sem
oft er sakað um að vera hemill
á framtak með því að jafna
tækifærin og tryggja öllum
efnahagslegt öryggi. En um-
hyggja fyrir velferð okkar á
líðandi stund þarf ekki endi-
lega að grafa undan þróunar-
legri framtíð okkar. Næst á
eftir skortinum, segir Schröd-
inger, eru leiðindin orðin
„versta plágan“ í lífi okkar.
Hugvitsamlega gerðar vélar
þrengja jafnt og þétt að list-
fengi og leikni; skemmtana-
lífið er orðið vélrænt; draumur
almennings um vellíðan og sælu
er að fá að rotna í tilgangs-
lausu iðjuleysi og hætta störf-
um eins snemma á ævinni og
unnt er. Vélin, segir Shröding-
er, „verður að létta af mannin-
um því striti sem hann er of
góður til að slíta sér á . . . Þetta
mun að vísu ekki gera fram-
leiðsluna ódýrari, en þeir sem
að henni vinna munu verða
hamingjusamari.“ Við metum
samkeppni mikils, en samkeppni
í verzlun og framleiðslu er jafn-
óhugtækt fyrirbrigði og hún er
22