Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 35
VÉLIN, SEM BREYTIR HITA I RAFMAGN
TJRVALí
arnir vinna nú að því að gera
það ódýrara, svo að hægt sé að
nota það í afskekktum héruð-
um, þar sem engin raforka er
og rafhlöður torfengnar.
Þessar nýju furðuvélar eru
enn langt frá því að útrýma
gufustöðvunum, en verkfræð-
ingarnir benda á hagnýtt gildi
þeirra, ekki aðeins á heimilun-
um, heldur einnig í stórum
kjarnorkuverum og við marg-
vísleg störf.
Grundvallarlögmálin, sem
þessi tæki byggjast á, voru
uppgötvuð fyrir meira en hundr-
að árum. Mönnum hefur lengi
verið kunnugt, að ef búinn er
til hringur úr tveim vírum úr
ólíkum málmum og samskeyti
þeirra hituð, fer veikur en
mælanlegur rafstraumur um
hringinn. Nú hafa vísindamenn-
irnir gert hringi úr sérstökum
málmblöndum, sem eru langt-
um áhrifameiri. Við botn te-
ketilsins og í olíulampa Rúss-
anna er rafhlaða úr slíkum
rnálmhringum notuð til að
breyta hita beint í raforku. En
þetta. er bara byrjunin, segja
\Terkfræðingarnir.
Þó undarlegt megi virðast
eiga slíkir hitarafalar framtíð
fyrir sér á sviði kælitækninnar.
Suðuplata, sem fær orku frá
hita, getur einnig hitnað ef raf-
straum er hleypt á hana. Ef
straumnum er snúið við, þann-
ig að samskeyti málmhringanna
kólni, verður platan fljótlega
ísköld.
Nokkrir framleiðendur hafa
sýnt kæliskápa, sem byggjast í
meginatriðum á þessum flutn-
ingi. A gerð þeirri, er Westing-
house framleiðir, dregur hita-
platan á bakhliðinni til sín hit-
ann úr hólfinu og dreifir hon-
um út um herbergið. Mikið rúm
sparast, þar sem hvorki er afl-
vél, þéttir né aðrir ganghlutir.
Skápurinn er algerlega hljóð-
laus, og verkfræðingarnir segja,
,,að ekkert geti gengið úr sér
nema hjörurnar." Líklegt má
teljast, að innan fimm ára geti
þessir kæliskápar á allan hátt
verið ^amkeppnisfærir við eldri
gerðina. Skýrslur herma, að
svipaðir kæliskápar, sem í til-
raunaskyni hafa verið smíðaðir
í rússneskum rannsóknarstof-
um, verði bráðlega framleiddir
í stórum stíl fyrir íbúa í borg-
um Sovétríkjanna.
Af öðrum hitaraftækjum,
sem Westinghouse er að gera
tilraunir með, má nefna þurrk-
ara, sem tekur raka úr skápum
og skúffum og getur komið í
góðar þarfir við að þurrka föt
manna í röku loftslagi. Þá er
einnig tæki til að hita og kæla
mjólk á barnapelum. Lítill,
hitastilltur kælir heldur mjólk-
inni kaldri. Þegar sá tími kem-
ur, að barnið þarf að fá að
örekka, er straumnum snúið
við og mjólkin hitnar að vissu
hitastigi. Það mætti hugsa sér
fjölbreytíari notkun slíkra
tækja, t. d. að koma þeim fyrir
undir mælaborði bifreiðsr og
31