Úrval - 01.06.1959, Side 43
DÁLEIDDIR SJÚKLINGAR
á astma og skyldum sjúkdóm-
um.
Þar sem sálrænir sjúkdómar
færast nú óðum í vöxt, er tími
til kominn að við tökum vopn
dáleiðslunnar upp í herbúnað
okkar. Það er brýn nauðsyn í
mörgum tilfellum að veita sjúkl-
ingum, sem ekki geta gengið
undir langvinnar aðgerðir,
ÚRVAL
skjótari og áhrifaríkari með-
ferð. Þar gæti dáleiðslan einmitt
komið í góðar þarfir. Nú þegar
hafa margir sjúklingar fengið
fyrir hennar tilverknað nægilegt
þrek til að sinna daglegum
störfum og þeir hafa öðlast
betri skilning á* sjúkdómi sín-
um og þá um leið aukna mögu-
leika á að yfirvinna hann.
Geðlyfin nýju færa út
áhrifasvið sitt:
Geðlyfin nýju fara í hundana
Úr „American Sources",
eftir Charles D. Rice.
Aþessu ári benda allar líkur
til þess, að framleiðsla
hinna nýju geðlyfja (tranquiliz-
ers) verði meiri en nokkru sinni
fyrr. Hvort á heldur að telja
það fagnaðar- eða hryggðar-
efni ? Ég fyrir mittt leyti treysti
mér ekki til að skera úr um
það, en hitt veit ég nú orðið, að
það er hægt að nota þau á marg-
falt fleiri vegu en ég hafði áður
gert mér í hugarlund og að
maðurinn er ekki eina skepna
jarðarinnar, sem getur haft
gagn af þeim. Ég komst að því,
þegar ungfrú Briggs, uppáhald
fjölskyldunnar, fór að kraka
hárið af hálsinum á sér með
annarri afturklaufinni.
Ég verð víst að geta þess, að
ungfrú Briggs er geitin okkar.
Ég tróð henni inn í jeppa og ók
með hana til dýralæknisins.
Hann sagði, að hún væri slæm
á taugum, og svei mér ef hann
ráðlagði ekki að gefa henni geð-
lyf. Og ekki nóg með það,
læknisráðið hreif. Ungfrú
Briggs er nú miklu rólegri og
hárið er aftur farið að vaxa á
hálsinum á henni. Ég fékk strax
meira álit á þessum nýju lyfj-
39