Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 45
GEÐLYFIN NÝJU FARA 1 HUNDANA
IjRVAL
ur selui1, sem var haldinn svo
mikilli útþrá, að hann synti lát-
laust fram og aftur í þrónni.
Eftirlitsmennirnir voru hrædd-
ir um að hann myndi deyja úr
ofþreytu, svo að þeir gáfu hon-
um skammt af geðlyfi. Áhrifin
létu ekki á sér standa, að vörmu
spori var sundgarpurinn orðinn
hægur og stilltur.
Hvaða framtíðarhorfur eru
svo bundnar við geðlyfin nýju?
Tilraunir hafa leitt í Ijós, að
villtir fuglar eru ekki síður
móttækilegir fyrir þau en dýr
láðs og lagar. Og þegar þau
hafa slík áhrif á jafn mann-
fælin dýr og villifugla, fer þá
ekki að vænkast hagurinn hjá
þeim, sem safna að sér alls kyns
eftirlætiskvikindum ? Þá þarf
ekki lengur að binda sig ein-
göngu við hunda og ketti —• þá
verður hægt að temja fálka,
krákur, spörva, og rauðbryst-
inga, að ógleymdum þvotta-
björnum, villiköttum, refum og
þefdýrum, sem ekki eru nærri
eins miklar mannafælur og
fuglar.
Þetta eru ekki neinar skýja-
borgir. Dýralæknar brosa að
tilhugsuninni, en þeir verða að
játa, að þetta er framkvæm-
anlegt. Geðlvf verka ekki síð-
ur á stór dýr en smá, svo að
menn mega eiga von á að sjá
elgsdýr, birni, vísunda og krókó-
díla á ferð um nágrennið, alla
uppdubbaða. Og sennilega
flækjast fáeinir sérvitringar
með, svo sem úlfaldar, strútar
og tigrisdýr.
Mér þykja þetta síður en svo
leiðinlegar framtíðarhorfur —
en ég skotra þó augunum til
flöskunnar með geðlyfinu, sem
geitin mín, hún ungfrú Briggs,
er að taka inn öðru hverju. Sá
dagur kann að renna uop, að ég
þurfi meira á því að halda en
hún.
TUraun.
Maður nokkur kom í skóbúðina þar sem ég vinn og mátaði
nokkur pör af skóm. Ég tók eftir, að hann var orðinn svo þreytt-
ur, að honum var um megn að ákveða sig. Ég sagði honum það
og; spurði hann hvort hann vildi ekki he'ldur koma á morgun.
„Já, það er rétt, ég- er þreyttur,“ sagði hann. ,,Ég hef verið
að máta föt, hatta og frakka þrjá undanfarna klukkútíma."
Svo bætti hann við og það var afsökun í rómnum: „Ég skal
segja yður, ég ætla ekki að kaupa neitt. Ég er bara að gera
tilraun til að komast að þvi hvernig á þvi stendur, að konan
mín skuli geta komið heim létt í spori, ungleg og óþreytt eftir
margra klukkutíma búðaráp af þessu tagi."
— Thomas Roemer í „Reader’s Digest".
41