Úrval - 01.06.1959, Page 46
Kunnasti rithöfundur í
klerkastétt Bretlands
skrifar um —
Áhrif bœnarinnar
Grein úr „The Atlantic“,
eftir C. S. Lewis.
EINN morgun fyrir nokkrum
árum fór ég á fætur með
þeim ásetningi að láta klippa
mig, því að ég ætlaði að skreppa
til London, en þegar ég opnaði
fyrsta bréfið í póstinum varð
mér Ijóst, að ég þurfti ekki að
fara til borgarinnar. Ég ákvað
því að sleppa klippingunni líka.
En á samri stund var sem ein-
hver innri rödd færi að hvísla
að mér í sífellu: „Láttu klippa
þig samt. Parðu og láttu klippa
þig.“ Að lokum stóðst ég ekki
mátið lengur. Ég fór. Rakarinn
sem ég skipti við um þessar
mundir, var kristinn eins og ég
og hafði átt við ýmsa erfiðleika
að stríða, en stundum höfðum
við bróðir minn getað hjálpað
honum. Þegar ég lauk upp dyr-
unum á rakarastofunni sagði
hann: „Ég var að biðja þess að
þú kæmir í dag,“ og sannleik-
urinn var sá, að hefði ég komið
til hans einum degi seinna eða
svo, hefði hann ekki getað haft
neitt gagn af mér.
Mér þótti þetta furðulegt þá
og þykir það furðulegt enn. Én
auðvitað er ekki hægt að sanna
að orsakasamhengi hafi verið
milli bænar rakarans og heim-
sóknar minnar. Þetta gat byggst
á fjarhrifum eða tilviljun.
Ég hef staðið við sjúkrabeð
konu, sem þjáðist af krabba-
meini í lærlegg; sjúkdómurinn
var á svo háu stigi að leggurinn
var sundurétinn og sjúkdómur-
inn hafði einnig sáð sér út í
mörg önnur bein í líkama henn-
ar. Það þurfti ekki færri en þrjá
menn til að hreyfa hana í rúm-
inu. Læknarnir spáðu því, að
hún mundi hjara í nokkra mán-
uði; hjúkrunarkonurnar (sem
oft reynast sannspárri) töldu
að hún mundi lifa í fáeinar vik-
ur. Góður maður lagði hendur
yfir hana og bað fyrir henni.
Ári síðar var sjúklingurinn
kominn á stjá (fór meira segja
í gönguferð um ógreiðfært skóg-
lendi og upp í móti) og mað-
urinn, sem tók síðustu röntgen-
myndina sagði: „Þessi bein eru
hraust eins og bjarg. Þetta er
kraftaverk.“
En það er ekki heldur um
42