Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 48
‘Ú'RVAL
húsi, sem við getum kallað A,
en fyrir engum sjúklingi í
sjúkrahúsinu B. Síðan ýrði ár-
angurinn athugaður og sann-
reynt, hvort fleirum hefði batn-
að og færri dauðsföll orðið í A.
Og tilraunin yrði sjálfsagt end-
urtekin oft og á ýmsum stöð-
um, til þess að koma í veg fyrir
að óviðkomandi áhrif gætu
orkað á niðurstöðuna.
Vandinn við slíka tilraun er
sá, að ég fæ ekki séð, hvernig
unnt er að biðja einlæga bæn
við slíkar aðstæður. Að mæla
fram bænarorð er ekki sama og
að biðja; ef svo væri gætu vel
þjálfaðir páfagaukar verið stað-
genglar hinna biðjandi manna.
Það er ekki hægt að biðja um
að sjúkum batni, án þess að til-
gangurinn með bæninni sé bati
þeirra. Og það er óhugsandi að
maður gæti óskað þess, að öll-
um sjúklingum í einu sjúkra-
húsi batni, en engum í öðru.
Bænin væri þá ekki ætluð til
þess að draga úr þjáningum,
heldur gerð í tilraunaskyni. Það
væri í rauninni ekki um neina
bæn að ræða, heldur tilraun,
sem hlyti að vera dæmd til að
mistakast.
Það er því hvorki hægt að
sanna né afsanna áhrif eða mátt
bænarinnar. En þessi niður-
staða verður ekki eins dapur-
leg, ef við minnumst þess, að
bæn er ekkert annað en beiðni,
og við getum borið hana saman
við hliðstæður hennar, sem við
þekkjum úr mannlegu félagi.
ÁHRIF BÆNARINNAR
Við biðjum meðbræður okk-
ar um ýmislegt engu síður en
guð; við biðjum einhvern um að
rétta okkur saltið, við biðjum
um kauphækkun, við biðjum
kunningja okkar um að gefa
kettinum, meðan við erum í
fríi, og við biðjum konu um að
giftast okkur. Stundum er orðið
við beiðni okkar og stundum
ekki. En þegar við fáum ósk
okkar uppfyllta, er ekki nærri
eins auðvelt og ætla mætti að
færa óyggjandi rök fyrir því, að
uppfylling óskarinnar sé bein af-
leiðing bænarinnar.
Kunningi manns kann að vera
svo góðhjartaður, að hann hefði
ekki látið köttinn svelta, enda
þótt maður hefði gleymt að
minnast á þetta við hann. At-
vinnurekandi þinn kann að hafa
frétt, að keppinautur hans hafi
í hyggju að ná þér til sin með
því að bjóða þér hærri laun —
hann vill því tryggja sig með
því að verða við kauphækkun-
arbeiðni þinni. Og konan sem
féllst á að giftast þér — ertu
viss um, að hún hafi ekki þeg-
ar verið búin að ákveða það?
Bónorð þitt gat sem sé verið
afleiðing af ákvörðun hennar
en ekki orsök. Vera má að af-
drifaríkt samtal hefði aldreit átt
sér stað, ef hún hefði ekki verið
búin að ákveða það.
Þannig hvílir að sumu leyti
sami efinn yfir áhrifum bæna
okkar til guðs og bóna okkar
til mannanna. Það sem okkur
fellur í skaut, kynnum við að
44