Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 71
HANN, SEM GENGUR TÖBAKSVEGINN
ÚRVAL
laust, í meclias res, ef svo mætti
segja. Caldwell segist vera hætt-
ur að nota rnállýzkur í sögum
sínum. Markmið hans er að frá-
sögnin verði sem allra Ijósust.
Þegar hann hefur lokið við að
semja bók, fer hann í ferðalög.
Hann hefur verið á Spáni og í
Rússlandi sem stríðsfréttaritari
og farið víða um heim, m. a.
komið til Norðurlanda. En
mesta tilhlökkunarefni hans er
þó að hverfa aftur til smábæj-
anna og þorpanna í Suðurríkj-
um Bandaríkjanna, sem hann
þekkir frá barnæsku. Hann
beimsækir líka nýja staði. Það
er þannig sem hann hvílir sig
og endurnærir, þegar hann ekur
um Bandaríkin þver og endi-
löng.
„Sveitirnar, smábæirnir, af-
skekktu sveitabýlin, gistihúsin
— ég get aldrei fengið mig sadd-
an af ferðalögum í Bandaríkj-
unum, pér þykir alltaf jafn
gaman af að rabba við þá sem
ég hitti af tilviljun á greiða-
sölustöðum. Við erum málgefin
þjóð eins og þér vitið. Eg skrifa
ekkert hjá mér, en það væri ef
til vill hægt að segja að ég við-
aði að mér efni. En ég get aldrei
bent á einhvern ákveðinn stað
og sagt, að þarna hafa sagan
mín gerzt, ég get ekki heldur
bent á neina ákveðna mann-
eskju sem fyrirmynd að sögu-
hetju minni. Sögur mínar eru
til orðnar fyrir samtengingu og
sambræðslu efniviðarins.“
Við minnumst á nokkra þætti
og einstakar persónur úr verk-
um hans. Ég tel Trouble in July
vera bezta verk hans harm-
sögulegs efnis, sagan er ofsa-
fengin þjóðfélagsádeila róttæks
höfundar. Menntaður Indverji
sagði eitt sinn við mig, þegar
þessi litla skáldsaga barst í tal,
að þegar hún væri lesin af þel-
dökkum manni, væri hún „sem
opin flaska full af sprengiefni.“
Við minntumst á stúlkumar í
Certain Women, sem lifa og
hrærast í hrottaheimi Caldwells,
þar sem jafnvel ást, við-
kvæmni og fyrirgefning taka á
sig myndir niðurlægingar og
grimmdar. Stundum vekur Cald-
wæll meðaumkvun lesandans
með fórnarlömbum sögunnar,
en stundum reynir hann líka að
draga úr hrottaskapnum með
hinni sérstæðu hrjúfu fyndni
sinni. Hann kveðst hafa gaman
af að lýsa kvenfólki, eins og t.
d. nú síðast Claudelle Inglish.
Karlmenn eru leiðinlegir, segir
hann, alltaf og allsstaðar leiðin-
legir.
Faðir Caldwells var prestur.
Hann fluttist með fjölskyldu
sína frá einum fátækum söfn-
uði til annars. Þjónaði eink-
um í fjallabyggðunum, þar
sem fremur bar lítið á trú og
löghlýðni. Caldwell segist hafa
verið á stöðugum flækingi til
tvítugsaldurs og aldrei dvalið
63