Úrval - 01.06.1959, Síða 76
ÚRVAL
VARMÁ
„Ég held það, Gréta,“ sagði
ég, ,,en ég vona að ég hafi
hlaupið hræðsluna af mér.“
„Það reyna allir fyrst í stað,
en eftir að maður hefur farið
yfir hana einu sinni, er það eins
og að ganga á línu. Ég var vön
að ganga á línu þegar ég var
lítil — gerðir þú það ekki líka,
Ríkarður? Við strengdum línu
yfir gólfið í hlöðunni okkar til
að æfa okkur á.“
„Jú, en það er svo langt síð-
an, að ég er búinn að gleyma
því.“
Við vorum komin að tröpp-
unum og gengum upp á pall-
inn. Gréta fór með -mig að dyr-
unum. Einhver, sem var inni í
bænum, var að koma með lampa
fram í ganginn, og í birtunni
frá honum sá ég tvær systur
Grétu, sem stóðu rétt fyrir inn-
an opnar dyrnar.
„Þetta er Anna litla, systir
mín,“ sagði Gréta. „Og þetta er
María.“
Ég talaði við þær í rökkrinu
og við héldum áfram inn í gang-
inn. Faðir Grétu stóð við borð
og hélt lampanum dálítið til
hliðar, svo að hann gæti séð
andlit mitt. Ég hafði ekki séð
hann fyrr.
„Þetta er faðir minn,“ sagði
Gréta. „Hann var hræddur um,
að þú mundir ekki finna bæinn
í myrkrinu."
,,Ég vildi fara með ljós á móti
yður niður að brúnni, en Gréta
sagði, að þér mynduð komast
hingað klakklaust. Villtust þér?
Ég hefði ekkert haft fyrir því
að koma með lugt niður eftir.“
Ég heilsaði honum með
handabandi og sagði honum
hve auðveldlega ég hefði ratað.
„Ökumaðurinn benti mér á
bæinn hinum megin við ána og
ég hafði aldrei augun af ljós-
inu. Ef ég hefði misst sjónar af
því, væri ég sennilega að staul-
ast um einhvers staðar í myrkr-
inu, að því kominn að detta í
ána.“
Hann hló að því, að ég skyldi
hafa verið hræddur við ána.
„Þér hefðu ekki fundið fyrir
því. Áin er volg. Jafnvel á vet-
urna, þegar jörðin er þakin ís
cg snjó, er áin volg eins og
notalegt rúm. Okkur hérna þyk-
ir öllum vænt um hana.“
„Nei, Ríkharður, þú hefðir
ekki dottið í ána,“ sagði Gréta
um leið og hún lagði hönd sína
í hönd mína. „Ég sá þegar þú
fórst út úr vagninum, og ef þú
hefðir vikið eitt einasta skref
út af réttri leið, þá var ég við-
búin að hlaupa til þín.“
Mig langaði til að þakka
Grétu fyrir að segja þetta, en
hún var komin á leið upp stig-
ann og kallaði á mig. Ég fór á
eftir henni og hélt á handtösk-
unni fyrir framan mig. I enda
gangsins uppi var dauft ljós á
lampa og hún tók hann og fór
inn í eitt af fremri herbergjun-
um.
Andartak stóðum við og
horfðum þögul hvort á annað.
„Það er hreint vatn í fatinu,
68