Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 81

Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 81
VARMÁ ÚRVAL hljótt í húsinu. Við og við fannst mér ég heyra einhverja hreyfingu frá herbergi Grétu hinum megin við ganginn, en ég var.ekki viss. Ég vissi ekki hve lengi ég hafði setið á rúmstokknum, beinn og stífur, niðursokkinn í hugsanir um Grétu, þegar ég spratt skyndilega á fætur, opn- aði dyrnar og gekk hratt yfir ganginn. Dyr Grétu voru lok- aðar, en ég vissi að þær myndu ekki vera læstar og ég sneri snerlinum hljóðlega. Mjór ljós- geisli brauzt gegnum rifuna sem ég gerði. Það var óþarfi að opna dyrnar meira, því að ég sá Grétu aðeins fá skref í burtu, ég gat næstum því teygt mig til hennar. Ég klemmdi aftur aug- un andartak og hugsaði um hana eins og ég hafði gert all- an daginn á leiðinni upp dal- inn. Gréta hafði ekki heyrt mig opna dyrnar, og hún vissi ekki að ég var þarna. Það logaði glatt á lampanum hennar á borðinu. Ég hafði ekki vænzt þess að finna hana vakandi, að minnsta kosti hafði ég búizt við að hún væri í rúminu. Hún kraup á brekánið við rúmið og hvíldi höfuð sitt í höndum sér og líkami hennar skalf af ekka. Ljósblá borði var bundinn um hár Grétu uppi á höfðinu og hárið féll laust niður um axlir hennar. Hún var í hvítum silki- náttkjól, lögðum fallegum knipplingaborðum og fráhneppt- um í hálsinn. Hún var töfrandi fögur eins og ég sá hana þarna, þó hafði ég raunar alltaf vitað að hún væri yndisleg. Ég hafði aldrei séð eins fallega stúlku og Grétu. Hún hafði ekki heyrt til mín og vissi enn ekki að ég var þarna. Hún kraup við rúm sitt með spenntar greipar og grét. Þegar ég opnaði dyrnar vissi ég ekki hvað ég ætlaðist fyrir; en nú, eftir að ég hafði séð hana í herbergi sínu, krjúpandi í bæn við rúm sitt án þess að vita að ég horfði á hana og heyrði orð hennar og ekkasog, sannfærðist ég um, að mér mundi aldrei geta þótt vænt um neina aðra en hana. Mér hafði ekki verið það ljóst fyrr, en á örfáum sekúndum opinberaðist mér sú vissa, að ég elskaði hana. Ég lokaði hurðinni hljóðlega og gekk aftur til herbergis míns. Ég tók stól og settist á hann við gluggann til þess að bíða dögunar. Eg horfði niður eftir dalnum þar sem áin liðað- ist fram. Eftir því sem augu mín vöndust myrkrinu, fannst mér ég nálgast hana æ meir, nálgast hana svo að ég gæti rétt fram höndina og snert yl- volgt vatnið. Undir morgun fannst mér ég heyra hljóðlega hreyfingu í herbergi Grétu, eins og gengið væri milli glugganna. Einu sinni þóttist ég heyra í ein- 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.