Úrval - 01.06.1959, Page 86
ÚRVAL
ÆFING ÁN ERFIÐIS
getið, þjóhnöppum, herðablöð-
um og helzt hverjum einasta
hryggjarlið ef hægt er. Þið
finnið taka í allan hrygginn og
hálsinn. Líkamsfræðingar hafa
mælt með þessari æfingu til að
bæta vöxtinn, losna við verki í
hrygg og hálsi og gera líðan
ykkar betri á allan hátt.
,,Hælteygingin“ er ágæt æf-
ing, þegar setið er við borð. Þið
þurfið ekki einu sinni að hreyfa
ykkur úr stólnum til þess að
gera hana. Lyftið bara fótun-
um og þrýstið fram hælunum
eins og þið ætlið að sparka ein-
hverju frá ykkur. Sperrið upp
tærnar, þangað til þið finnið
strengjast á vöðvunum í hnés-
bótinni eins og á kaðli, teljið
upp að sex og slakið rólega á.
Notið vöðvana rétt, þegar þið
eruð við dagleg störf ykkar
heima eða á skrifstofunni. Ef
þið þurfið að taka eitthvað upp
af gólfinu til dæmis, eigið þið
ekki að beygja ykkur eftir því.
Stigið öðrum fætinum fram og
krjúpið. Ef um léttan hlut er
að ræða, skuluð þið standa með
beina fætur og teygja aðra
höndina eftir honum. Til til-
breytingar getið þið sezt á hækj-
ur ykkar og reist ykkur upp
eins og sprellikarl; það stælir
slappa fótleggi.
Þegar þið þurfið að standa í
biðröð skuluð þið tylla ykkur á
tá nokkrum sinnum til að taka
krampann úr fót- og leggja-
vöðvum. Stingið höndunum í
vasana og kreppið fingurna og
réttið úr þeim á víxl til að herða
á blóðrásinni. Dragið djúpt
andann og athugið, hvað þið
getið spennt beltið mikið. Önd-
unaræfingar ætti að iðka á
hverjum degi. Þegar þið gangið
upp stiga eigið þið að ganga
liægt með upplyft höfuð og þan-
ið brjóst og stinna kviðvöðva.
Ef þið getið, skuluð þið taka tvö
eða jafnvel þrjú þrep í einu.
Það eru níu grundvallaræfing-
ar, sem þið ættuð að iðka dag-
lega, en aðeins nokkrar sekúnd-
ur í einu.
1. Teygið úr ykkur, þegar þið
sitjið, liggið eða standið.
2. Réttið úr hryggnum, þegar
þið standið með bakið upp
við beinan vegg.
3. Hreyfið hálsinn, upp á við,
niður og í hring.
4. Dragið inn magann, þegar
þið sitjið eða lútið áfram.
5. Þenjið út brjóstið.
6. Beygið handleggina, með
því að ýta, toga í og teygja
ykkur eftir einu og öðru.
7. Beygið fótleggina, með því
að setjast á hækjur, klifra
og ganga.
8. Liðkið tær og fætur.
9. Stælið vöðvana, með því að
hossa ykkur, klípa, nudda
og berja.
Takið smáskammt af þessu
öllu á hverjum degi, og þá líð-
ur ekki á löngu þangað til þið
verðið orðin grennri, stæltari og
léttari á ykkur.
78