Úrval - 01.06.1959, Page 89

Úrval - 01.06.1959, Page 89
ÆVILOK SPÖNSKU „RAUÐHETTU' ÚRVAL fékk ekki að fara með henni. Hún sagði einnig, að brezka leyniþjónustan hefði reynt að fá hana til að gerast njósnari, en árangurslaust. Svo er að sjá sem stúlkan hafi að lokum þreytzt á sífelld- um yfirráður móður sinnar og ákveðið að fara sínar eigin göt- ur. Víst er um það, að árið 1933, er hún var átján ára gömul, varð hún ástfangin af manni, sem sumir segja, að hafi seinna orðið varaborgarstjóri í Barce- lona. Donna Aróra, sem óttaðist að Hildegart væri að yfirgefa sig, fór í búð og keypti sér skamm- byssu. Hún æfði sig heilan dag í skotfimi. 1 dögun næsta morg- un gekk hún inn til stúlkunnar sofandi og skaut hana fjórum skotum. Að svo búnu fór hún beina leið til lögreglunnar og sagði þeim, hvernig komið var. Jafnvel áður en réttarhöldin hófust, meðan Aróra Rodri- guez var enn í fangelsi, voj-u uppi miklar bollaleggingar um það, hvað gerzt hefði í raun og veru. Tveir blaðamenn skrifuðu bók um hinn furðulega æviferil spönsku „Rauðhettu“ og fárán- legar uppeldisaðferðir móður hennar. Blöð um heim allan birtu myndir af sviplausu and- liti Donnu Áróra og hinni fögru dóttir hennar og nefndu þetta ,,Trilby“-málið, vegna þess hve margt var líkt með á- hrifavaldi móður Hildegart yf- ir henni og seiðmögnuðu sam- bandi þeirra Svengali og Trilby í sögu George du Maurier. Yfir tuttugu vitni voru leidd í málinu, þar á meðal spánskur starfsmaður brezka sendiráðs- ins, sem vottaði frábærar gáfur stúlkunnar, þegar hún var að- eins ellefu ára. Meðan á réttarhöldunum stóð, var mikil áherzla lögð á ótrúlega umhyggju móðurinnar fyrir dóttur sinni, og engum kom til hugar að bera brigður á þá fullyrðingu. Að því er virtist höfðu yfir- heyrslurnar lítil áhrif á þessa ferlugu konu, sem kom á hverj- um degi í svörtum silkikjól, með háa, hvíta hanzka, og bar rauða nellikuvöndinn stöðugt að vitum sér. Eitt sinn þrum- aði hún yfir sækjandanum í næstum tvær stundir samfleytt og lýsti þá skoðunum sínum á stjórnleysi, guðleysi og frjáls- um ástum. Eina geðshræringin, sem hún sýndi, var þegar spurt var um föðurinn að barni hennar og því haldið fram, að hann væri staddur í dómssalnum. Hún var hvöss í máli, sagði þetta haugalygi. hann hefði dá- ið fyrir mörgum árum. Hún þrætti fyrir, að hann hefði ver- ið enskur sjómaður, þó að þjón- ustustúlka, sem sagðist hafa unnið hjá Donnu Áróra þegar barnið fæddist, vottfesti það, að faðirinn hefði áreiðanlega verið Englendingur og hann 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.