Úrval - 01.06.1959, Side 94
&
Saga
eftir Agnar Mykle.
OSJALDAN kemur það fyrir,
að listamaður biður þess í
hljóði að fá að vera eins og aðr-
ir menn.
Innst inni með honum felst
óskin um að lifa frjáls og á-
hyggjulaus, þó ekki væri nema
ofurlitla stund, bara til að geta
dregið andann, hlegið og spjall-
að við annað fólk um eitthvað,
sem ekki þarf endilega að vera
alfullkomið: epli, ölglas, gras-
blettinn í garði nágrannans,
slaufu í hárinu á lítilli stúlku.
Það var þess vegna sem selló-
leikarinn var í svo ágætu skapi,
alveg frá byrjun, í boðinu hjá
ú tgerðarmanninum.
Fyrsta ánægjuefnið var það,
hve ræðurnar við borðið voru
fáar og stuttar. Húsbóndinn
skálaði fyrir sellóleikaranum,
sellóleikarinn skálaði fyrir hús-
móðurinni og hinum gestrisnu
íbúum borgarinnar, og þegar
kom að eftirréttinum og kampa-
vminu, skálaði húsmóðirin fyr-
ir Dvorák og þeirri tóntegund,
sem kallast h-moll.
. Skapið hýrnaði enn inni í
setustofunni, þegar sellóleikar-
inn fékk óyggjandi vissu fyrir
því, að engum boðsgestanna
kæmi til hugar að ásaka hann,
þó að hann hefði ekki tekið með
sér sellóið. (Hann hafði látið
senda það á hótelið strax eftir
hljómleikana). Eftir að hann
varð frægur, hafði hann oft
mátt þola þá eldraun að vera
boðinn heim til ókunnugs fólks
að tónleikum loknum, til þess
eins að uppgötva, að tilgangur-
inn með heimboðinu var eng-
inn annar að sá að láta hann
skemmta samkvæmisgestum
með eins konar aukahljómleik-
um. Hann andvarpaði feginn,
tók hvíta silkivasaklútinn úr
brjóstvasanum á stéljakkanum
og setti hnút á hann. Það átti
að minna hann á að kaupa blóm
handa konunni sinni, þegar
hann kæmi heim með flugvél
tveim dögum seinna.
Sellóleikarinn andvarpaði
djúpt, það var sem þungu fargi
væri af honum létt. Því að eng-
inn veit, hve erfitt er að um-
gangast fólk eðlilega í sam-
kvæmi, þegar maður á það víst
að vera beðinn að spila á næsta
86