Bókatíðindi - 01.12.2002, Page 30
Þýddar barna- og unglingabækur
um að haga sér vel - og
að vera sannur vinur.
Því annars getur hann
ekki tilheyrt fjölskyldu
hennar.
16 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1630-1
Leiðb.verð: 290 kr.
LÍNA LANGSOKKUR
Allar sögurnar
Astrid Lindgren
Þýðing: Sigrún
Árnadóttir
í meira en hálfa öld hef-
ur Lína langsokkur verið
fyrirmynd krakka um
víða veröld í ótrúlegum
uppátækjum og prakk-
araskap. Hér birtast allar
sögurnar um Línu í einni
bók: Lína langsokkur,
Lína langsokkur ætlar til
sjós og Lína langsokkur í
suðurhöfum.
303 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2292-6
Leiðb.verð: 2.990 kr.
MAMMA MÖ RENNIR
SÉRÁSLEÐA
Jujja og Tomas
Wieslander
Myndir: Sven Nordqvist
Þýðing: Þórarinn
Eldjárn
Mamma Mö hefur farið
sigurför um Norðurlönd
og nú kemur hún til
íslands og hefur heillað
börn og fullorðna og var
þegar valin bók mánað-
arins á bókmenntavef
Borgarbókasafnsins. Kýr-
in Mamma Mö er engri
lík og myndir Sven
Nordqvist eru vafalítið
með þeim skemmtilegri
sem birst hafa í barnabók
til þessa.
32 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-9430-6-8
Leiðb.verð: 2.280 kr.
MILLJÓN HOLUR
Louis Sachar
Þýðing: Sigfríður
Björnsdóttir og Ragn-
heiður Erla Rósarsdóttir
Óheppni hefur fylgt ætt
Stanleys Yelnats allt frá
því að einskisnýti synd-
umspillti grísaþjófurinn
hann langalangafi hans
sveik sígaunakerlinguna
forðum daga. Þess vegna
kom engum á óvart þegar
Stanley var dæmdur fyr-
ir glæp sem hann hafði
ekki ffamið og var send-
ur til betrunarvistar í
Grænavatnsbúðirnar. Þar
grafa strákarnir holur all-
an liðlangan daginn til
að gera þá að betri mann-
eskjum - nema þeir séu
að leita að einhverju!
Margverðlaunuð og vin-
sæl saga fyrir unglinga
og fullorðna.
218 bls., kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2308-6
Leiðb.verð: 1.599 kr.
MOLLY MOON OG
DÁLEIÐSLUBÓKIN
Georgia Byng
Þýðing: Ásta S.
Guðbjartsdóttir
Molly Moon er tíu ára og
á ekki sjö dagana sæla á
munaðarleysingjahælinu
í Hardwick-húsinu. Eini
ljósi punkturinn í lífi
Mollyar er vinátta henn-
ar og drengsins Rockys.
En þegar Molly vaknar
einn morguninn er
Rocky á bak og burt;
bandarísk hjón hafa tek-
ið hann í fóstur og flutt
með sér yfir hafið.
Nú eru góð ráð dýr.
Sem betur fer kemst
Molly yfir magnaða
dáleiðslubók sem gerir
henni kleift að leita
Rocky uppi. Gallinn er
bara sá að fleiri ágirnast
dáleiðslubókina og eru
tilbúnir til að beita verstu
brögðum til að ná henni
aftur af Molly. Molly
Moon og dáleiðslubókin
er bráðskemmtileg saga
um vináttu, öfund, hug-
rekki, ágirnd, kjölturakk-
ann Petulu og gríðarstóra
drauma.
310 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-23-1
Leiðb.verð: 2.880 kr.
ORÐABÓK BARNANNA
Þrjár bækur, hver fyrir
sinn aldursflokk
Þýðing: Jón Orri
I þessum harðspjalda-
bókum er fjöldi litríkra
teikninga. Skýrt letur og
myndir úr daglegu lífi
barna. Þetta eru mynda-
orðabækur sem lítil börn
og uppalendur hafa bæði
gagn og gaman af. Bæk-
urnar eru þrjár og hver
fýrir sinn aldursflokk:
Orðabók barnanna -
fýrir 1 árs börn. Orðabók
28