Gátt - 2009, Qupperneq 4

Gátt - 2009, Qupperneq 4
4 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Ágæti lesandi. Hér getur að líta sjötta tölublað af Gátt, ársriti um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun, sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) gefur út. Meg- inhlutverk Fræðslumiðstöðvarinnar er að vera samstarfsvettvangur stofnaðilanna, Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, í víðtæku samstarfi um símenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sam- starfið nær til þróunar nýrra aðferða til að efla þekkingu og færni fólks á vinnumarkaði sem og framkvæmdar samstarfsverkefna. Gátt er ætlað að vera vettvangur fyrir umræðu um verkefni, við- horf og kenningar sem efst eru á baugi hverju sinni. Sem fyrr er markmið ritsins að efla umræðu um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun á Íslandi, miðla reynslu og kynna það sem ber hæst í umræðunni hverju sinni. Markmið FA er að í Gátt birt- ist úrval greina um hvaðeina sem varðar nám og fræðslu full- orðinna. Ritið er ætlað breiðum hópi í samfélaginu: þeim sem stjórna og vinna að fræðslumálum, leiðbeinendum, kenn- urum og námsmönnum og síðast en ekki síst öllum öðrum sem hafa áhuga á að kynna sér nýjungar og helstu sjónarmið í fræðslu fullorðinna. Ritstjórnin telur sig afar lánsama að hafa fengið til liðs við sig breiðan hóp fólks við skriftirnar. Í hópi greinahöfunda í þetta sinn eru sérfræðingar af ýmsu tagi, fræðsluaðilar, leiðbeinendur, náms- og starfsráðgjafar auk starfmanna FA. Breytingar, sem riðið hafa yfir íslenskt efnahagslíf og vinnumarkað, hafa óhjákvæmilega haft áhrif á starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar. Meginefni ritsins að þessu sinni er erfið staða á vinnumarkaði og hvaða úrræða er hægt að grípa til sem eru líkleg til árangurs. Hvað einkennir íslenskan vinnumarkað? Hvernig geta fræðsluaðilar mætt þörfum atvinnuleitenda fyrir færniþróun? Hvernig hefur staðan á vinnumarkaði þróast? Hvernig vegnar eldri borgurum í lífi og starfi? Í ritinu eru einnig almennar greinar um fullorðins- fræðslu, kennslufræðilegar hugleiðingar út frá athyglisverðri bók og umfjöllun um viðmið um íslenskt skólakerfi, spá um vinnuafls- og færniþörf í Evrópu fram til 2020 svo að fátt eitt sé nefnt. Þótt menntunarstig vinnuaflsins á Íslandi sé ekki hátt, þar sem rúmlega þriðjungur þess hefur ekki lokið öðru námi en grunnskóla, þá búa margir að langri og fjölbreyttri reynslu á vinnumarkaði. Eitt af skilgreindum verkefnum FA er mat á raunfærni. Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við alls konar aðstæður og að allt nám sé verðmætt og það sé hægt að skjalfesta hæfni og þekkingu óháð því hvar hennar hefur verið aflað. Tilgangur raunfærnimats er að draga fram og meta fjölbreytilega færni sem einstaklingurinn býr yfir og í ritinu er nánar fjallað um nokkur verkefni af því tagi og sólskinssögur nokkurra einstaklinga sem hafa gengið í gegnum mat á raunfærni og stytt sér leið að sveinsprófi. Í ritinu eru einnig fastir liðir: Þátturinn Hvað áttu við? Í honum eru settar eru fram tillögur um skilgreiningar og þýðingar á íðorðum sem varða nám fullorðinna og starfs- menntun. Þá er greint frá starfsemi FA og verkefnum sem unnið hefur verið að á árinu 2009. Öll miða þau að því að auka færni fólks á vinnumarkaði og efla fullorðinsfræðslu og starfsmenntun á Íslandi. Ritstjórnin vonar að ritið verði kærkomin lesning þeim sem koma að námi fullorðinna og hún hvetur lesendur til að láta skoðanir sínar í ljós, koma með ábendingar og hugmyndir og taka þannig virkan þátt í því að efla fullorðinsfræðslu og starfsmenntun á Íslandi. F.h. ritstjórnar Sigrún Kristín Magnúsdóttir R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Sigrún Kristín Magnúsdóttir SIGRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.