Gátt - 2009, Page 10

Gátt - 2009, Page 10
10 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 þeim þörfum. Námsskráin lýsir 100 kennslustunda námi sem er metið til allt að 9 framhaldsskólaeininga. Námsskrá í almennum bóklegum greinum var unnin sem þróunarverkefni á vegum FA. Námið er einkum ætlað þeim sem eru í starfi og hafa ekki lokið prófi í almennum bóklegum greinum til brautskráningar úr framhaldsskóla. Mennta- málaráðuneytið leggur til að námsleið þessi verði í boði bæði innan fullorðinsfræðslu og í framhaldsskólum í tilraunaskyni fyrst um sinn. Námsskráin lýsir 300 kennslustunda námi sem er metið til allt að 24 framhaldsskólaeininga. Skrifstofuskólinn er námsskrá sem byggist á námi sem Farskólinn á Norðurlandi vestra hafði séð um. Farskólinn sá um að skrifa námsskrána að höfðu samráði við fram- haldsskólakennara í skrifstofustörfum. Námsskrá lýsir 240 kennslustunda námi í almennum skrifstofustörfum sem er metið til allt að 18 framhaldsskólaeininga. Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti er námsskrá sem er hönnuð og skrifuð af FA með hliðsjón af þörfum fólks með stutta skólagöngu sem vill auka færni sína í upplýsingatækni og til að takast á við breytingar. Námsskrá fyrir námsleiðina lýsir 150 kennslustunda námi sem er metið til allt að 12 framhaldsskólaeininga. Starfsnám á samgangna-, umhverfis- og framkvæmda- sviði var skrifuð með hliðsjón af greiningu á fræðsluþörf starfsmanna Umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar sem Mímir-símenntun annaðist samkvæmt samningi við FA. Námsskráin lýsir 200 kennslustunda námi sem er metið til allt að 15 framhaldsskólaeininga. Námsskrárnar hafa allar verið metnar til eininga á fram- haldsskólastigi. Það opnar möguleika fyrir þá sem ljúka námi samkvæmt þeim að stytta nám sitt í framhaldsskólum lands- ins kjósi þeir að hefja nám. Ekki hefur enn gefist möguleiki á að kanna hversu margir hafa nýtt sér þann möguleika. Á árinu var jafnframt unnið að námsleið í ensku að beiðni nokkurra símenntunarmiðstöðva og námsleiðum í matvælaiðnaði undir forystu Fræðslusjóðsins Starfsafls. Þróun framsetningar námsskráa er í undirbúningi með hliðsjón af viðmiðaramma Evrópusambandsins (EQF) og starfi menntamálaráðuneytisins við íslenskan viðmiðaramma (NQF). Námsskráin í ensku er tilraunaverkefni að þessu leyti. Stýrihópur um árangur í lestrar- og skriftarnámskeiðum fyrir fullorðna. Frá vinstri: Snævar Ívarsson, Erla Olgeirsdóttir, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Guðmunda Kristinsdóttir, Þóra Ásgeirsdóttir og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.