Gátt - 2009, Side 17

Gátt - 2009, Side 17
17 F A S T I R L I Ð I R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 þau verkefni að mestu lotið að nýrri aðalnámsskrá fram- haldsskóla. Í lok ágúst staðfesti menntamálaráðuneytið nýja tveggja ára námsskrá, „Starfsnám þjónustu í skrifstofu- og verslunargreinum“, sem skiptist annars vegar í grunnnám og síðan velja nemendur sér ýmist skrifstofubraut eða verslunar- braut. Eins og heiti námsins gefur til kynna er um starfsnám að ræða og hefur FVÞ í samstarfi við Mími-símenntun unnið ferilmöppur fyrir nemendur til nota í starfsnáminu. Þá útbjó FVÞ námskeiðspakka fyrir verðandi leiðbeinendur í starfs- námi. Auk þess hefur verið unnið að kynningu á náminu meðal fyrirtækja. FVÞ hefur verið í góðu sambandi við fram- kvæmdaaðila námsins og aðstoðað nemendur við að finna sér fyrirtæki til að stunda starfsnámið hjá, auk þess að vera einstaka fyrirtækum innan handar við framkvæmd þess. ReTAiL (Retal Management for Adults in Lifelong Learn- ing) er verkefni á vegum menntaáætlunar Evrópusam- bandsins. Verslunarskóli Íslands leiðir verkefnið en FVÞ er þátttakandi fyrir milligöngu FA. Auk Íslendinga taka Finnar og Skotar þátt í verkefninu. Markmið verkefnisins er gerð rafræns námsefnis til kennslu í verslunarstjórnun. Er hér um yfirfærsluverkefni að ræða sem byggist á að nýta fyrirliggj- andi hugmynda- og aðferðafræði til gerðar námsefnis sem nýtist öllum þátttökulöndunum. FVÞ hefur í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar og Capacent unnið að rannsókn á menntaþörf meðal lægstu stjórnenda í þjónustufyrirtækjum. Rannsóknin er unnin með styrk frá Starfsmenntaráði og stýrt af Rannsóknarsetri versl- unarinnar. Sjá grein Björns Garðarssonar í Gátt. Verslunarfagnám var kennt af Mími-símenntun veturinn 2008–2009 og útskrifuðust átta nemendur vorið 2009. Þar var í fyrsta sinn beitt aðferðum raunfærnimats til að meta starfsþekkingu nemendanna. FVÞ vann með Mími-símenntun að undirbúningi og framkvæmd matsins. Í kjölfar uppsagna starfsmanna hjá nokkrum verslunar- fyrirtækum síðastliðinn vetur fór FVÞ í samstarfi við Mími- símenntun og að ósk nokkurra fyrirtækja í skipulagðar heimsóknir þar sem kynnt var ókeypis námsráðgjöf fyrir alla starfsmenn auk þess sem FVÞ kynnti Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og nokkrar af þeim námsleiðum og námskeiðum sem í boði eru og styrktar eru af sjóðnum. Alls voru yfir 100 vinnustaðir heimsóttir og rætt við á sjötta hundrað manns. U M H Ö F U N D I N N Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Fræðslu- mið stöðvar atvinnulífsins. Hún hefur B.A.-próf í sálfræði, kennsluréttindi frá HÍ, M.Ed.-próf í kennslufræðum frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og framhaldsmenntun í fullorðins fræðslu frá Háskólanum í Linköping í Svíþjóð. Ingi- björg hefur unnið við fullorðinsfræðslu frá 1985 við stjórnun, kennslu og skipulagningu, m.a. hjá Menningar- og fræðslu- sambandi alþýðu og Tómstunda skólanum. Hún hefur einnig tekið þátt bæði í evrópskum og norrænum samstarfsverk- efnum á sviði fullorðinsfræðslu og starfs menntunar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.