Gátt - 2009, Qupperneq 18

Gátt - 2009, Qupperneq 18
18 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Íslenskur vinnumarkaður er um margt sérstakur og frábrugðinn vinnumörkuðum í nágrannalöndum okkar. Það sem helst einkennir íslenskan vinnumarkað er hversu smár og einsleitur hann er með u.þ.b. 180.000 starfandi. Opinber vinnumarkaður er stór sem að hluta til skýrist af stóru velferðarkerfi sem rekið er af ríki og sveitarfélögum, s.s. heilbrigðis- og menntamál. Önnur helstu einkenni íslensks vinnumarkaðar er mikill fjöldi stéttarfélaga, mjög mikil atvinnuþátttaka karla og kvenna, tiltölulega lágt menntunarstig vinnuaflsins, langur vinnutími, há stéttarfélags- aðild, há verkfallstíðni meðal opinberra starfsmanna og kjarasamningar sem ýmist eru miðstýrðir eða dreifstýrðir (Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, 2006). Íslenskur vinnumarkaður er einnig mjög sveigjanlegur (Eiríkur Hilmarsson og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, 2009; Árelía Eydís Guðmundsdóttir, 2002 og Katrín Ólafsdóttir, 2008). Sá sveigj- anleiki birtist m.a. í því að fyrirtæki geta mætt breytingum í umhverfinu á skjótan og skilvirkan hátt, vinnumark- aðurinn er tiltölulega lítt reglubundinn og auðvelt er fyrir vinnuveitendur að ráða og reka starfsmenn, bregðast við niðursveiflu og aðlagast þegar störf hverfa (Katrín Ólafsdóttir, 2008). Í slíku umhverfi er mikilvægt fyrir ein- staklinga að vera starfshæfir, þeir gætu þurft að vera án atvinnu um tíma, minnka við sig starfshlutfall eða skipta um starfsvettvang. Á meðan þetta ástand varir þarf einstaklingurinn að búa sig undir ný verkefni, nýja hæfni og jafnvel nýtt starf. Í þessari grein verður fjallað um helstu sérkenni íslensks vinnumarkaðar, rætt verður um tvö lykilhugtök mannauðsstjórnunar, starfsþróun og starfshæfi eða starfshæfni. Sérstakur gaumur verður gefinn að sambandi menntunar og atvinnuleysis. Í þessari grein verður ekki komið með tillögur þess efnis hvers konar menntun eða þjálfun eigi að bjóða einstaklingum svo að þeir styrki stöðu sína á vinnumarkaði. Hins vegar er margt sem bendir til þess að leggja þurfi mikla áherslu á að þjálfa einstaklingsbundna hæfnisþætti. S V E L T U R S I T J A N D I K R Á K A , F L J Ú G A N D I F Æ R GYLFI DALMANN AÐALSTEINSSON OG EIRÍKUR HILMARSSON S T É T T A R F É L Ö G O G M A N N A U Ð S - S T J Ó R N U N Hugtakið mannauðsstjórnun (e. human resource management) hefur nokkuð víðtæka merkingu innan stjórnunarfræðanna (Torrington o.fl., 2005). Mannauðsstjórnun snýst að stórum hluta um leiðir til að skapa fyrirtækjum samkeppnisforskot þar sem dýrmætasta auðlindin er starfsfólkið, mannauðurinn. Sam- keppnisforskoti er m.a. hægt að ná með markvissri starfsþróun og þjálfun starfsmanna. Hvað sem öllum ágreiningi um túlkun og nálganir á hugtakinu mannauðsstjórnun líður þá hafa orðið miklar breytingar í stjórnun starfsmannamála síðustu áratugi. John Storey (2001) skilgreinir mannauðsstjórnun sem sértæka nálgun á stjórnun starfsmanna innan skipulagsheilda sem hefur það meginmarkmið að hjálpa skipulagsheildum að öðl- ast samkeppnisforskot. Þessu markmiði er hægt að ná með stefnumiðuðum aðferðum mjög hæfra starfsmanna sem sýna mikla hollustu og tryggð. Grundvallaratriðið segir Storey (2001) er að vanda val starfsmanna og sinna starfsþróun þeirra innan skipulagsheilda. Nokkuð hefur verið fjallað um samspil mannauðsstjórn- unar og stéttarfélaga (Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, 2003; Kelly, 1998; Pettinger, 2000, Boeri, et.al. 2001). Með tilvist og innleiðingu mannauðsstjórnunar hafa stéttarfélög staðið frammi fyrir þremur valkostum: sitja hjá aðgerðarlaus og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, berjast gegn aðferðafræðinni eða meðtaka boðskapinn. Almennt hafa stéttarfélög kosið að samþykkja innleiðingu nýrra stjórnunarhátta og á sama tíma hafa stéttarfélög mörg hver breytt áherslum sínum (Gylfi Dal- mann Aðalsteinsson, 2003; Ingibjörg Eðvaldsdóttir, 2008). Í bók sinni Jobshift: How to prosper in a workplace without Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Eiríkur Hilmarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.