Gátt - 2009, Side 20

Gátt - 2009, Side 20
20 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 fjölþætt verkefni í vinnunni, nægilega þjálfun ásamt vel skil- greindri starfsþróun. Það er afar mikilvægt á tímum niðursveiflu og niðurskurðar að gæta vel að þróun og þjálfun starfsmanna. Það er alltof algengt að fyrirtæki dragi úr framlagi til þjálfunar og fræðslu en á hinn bóginn er margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki, sem halda í horfinu með fræðslu og þjálfun, séu fljótari en ella að ná sér á strik þegar uppsveiflan kemur aftur. Nátengt hugtakinu starfsþróun er hugtakið starfshæfni. Skýra má hugtakið starfshæfni með mynd nr. 1. Mynd 1. Líkan fyrir fyrirmyndarstarfsmenn. Heimild: Claus Møller (1992) Starfsmaður hefur getu til að sinna starfi Nei Já Fluttur til í starfi Hvatning Nei Brottrekstur Starfsmaður hefur vilja til að sinna starfi Starfsmaður fær Starfshæfni viðeigandi þjálfun Fyrirmyndar starfsmaðurJá Markmiðið með starfshæfni er að allir starfsmenn hafi getu og vilja til að sinna starfinu. Starfsmaður, sem hvorki hefur getu né vilja til að sinna starfi, á það á hættu að vera fluttur til í starfi eða sagt upp. Starfsmaður, sem hefur getu en skortir vilja, þarfnast hvatningar í starfi svo að hann eigi möguleika á að verða fyrirmyndarstarfsmaður. Sá starfsmaður, sem hefur ekki getu til að sinna starfi sínu en hefur til þess vilja, þarfnast viðeigandi þjálfunar og fræðslu til að öðlast fulla starfshæfni og verða fyrirmyndarstarfsmaður. Fyrirmyndar- starfsmaðurinn er sá sem býr yfir fullri starfshæfni, nýtur umboðs til athafna, fær tækifæri og verkefni við hæfi, hefur getuna til að sinna starfi og vilja til að sinna því. H V E R N I G M Á B R E G Ð A S T V I Ð A T - V I N N U L E Y S I ? Ríkinu, sveitarfélögum, aðilum vinnumarkaðarins og fleirum er ætlað að skapa umhverfi fyrir blómlegt atvinnulíf og fulla atvinnu. Stjórnvöld setja fram atvinnustefnu sem horfir ekki bara til skamms tíma heldur til lengri tíma. Stéttarfélög og vinnuveitendur þurfa að móta markvissar aðgerðir sem skapa stöðugleika á vinnumarkaði en það eru forsendur fyrir atvinnu- lífið til að takast á við erfið verkefni. Síðast en ekki síst þá þarf einstaklingurinn að treysta á sjálfan sig. Hann þarf að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með því að huga að starfshæfni sinni og starfsþróun. Sá sem er í atvinnuleit þarf að huga að bestu aðferðum eða leiðum til að landa starfi. Starfshæfni einstaklinga veltur á mörgum þáttum, þar á meðal starfsreynslu og menntun, en persónubundnir þættir eru einnig mikilvægir og margt er hægt að gera til að efla persónulega þætti. Í þeim efnum eru í fullu gildi orðatil- tækin sveltur sitjandi kráka, fljúgandi fær, hver er sinnar gæfu smiður og maður uppsker eins og maður sáir. Í nýlegri grein sem birtist í Harvard Business Review í nóvember á síð- asta ári er fjallað um það hvernig einstaklingar geta haldið starfi sínu á tímum kreppu og niðursveiflu; svarið var einfalt, vera hamingjusamur og brosa (Banks og Coutu, 2008). Því er stundum haldið fram að sá sem er að ráða í starf taki ákvörðun um ráðninguna á fyrstu 30 sekúndum viðtals, fyrsta viðmót skiptir miklu máli og getur t.d. handtak í upphafi ráðið úrslitum. Fyrirtæki þurfa við ráðningu að raða þremur atriðum í röð eftir mikilvægi: menntun, reynslu og persónu- leika. Oft er persónuleiki settur í fyrsta sæti við ráðningu. Elín Valgerður Margrétardóttir (2006) gerði rannsókn sem náði yfir vinnumarkaðsúrræði sem atvinnuleitendum stendur til boða og hvort þau úrræði standi undir og séu í samræmi við kröfur vinnumarkaðarins og ýti þannig undir starfshæfni einstaklingsins. Rannsóknin byggist á 11 viðtölum. Sex við- töl við atvinnuleitendur sem voru spurðir hvernig þeim gengi að fóta sig í breyttu vinnuumhverfi og hvernig þeir upplifðu stuðning sem þeim stóð til boða. Fimm viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga sem voru spurðir um viðhorf sitt til þróunar vinnumarkaðarins og til starfsmanna. Helstu niðurstöður voru þær að þó mikið væri lagt upp úr gildi menntunar á vinnumarkaði skipta einstaklingsbundnir hæfniþættir miklu máli þegar stjórnendur eru að velja starfsmenn. Elín bendir á að vinnumarkaðsúrræðin gangi að stórum hluta út á almenn námskeið en það vanti að þjálfa upp einstaklingsbundna hæfnisþætti samhliða. Í atvinnuauglýsingum má sjá hversu mikil áhersla er lögð á persónulega þætti. Í meðfylgjandi töflu má sjá einstaklingsbundnar hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsmanna eins og þær birtast í atvinnuauglýsingum Morgunblaðsins í ágúst 2009.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.