Gátt - 2009, Side 27

Gátt - 2009, Side 27
27 V I N N U M A R K A Ð U R I N N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Þ R Ó U N A T V I N N U L E Y S I S F R Á H A U S T I 2 0 0 8 Þegar kreppa tók að í alþjóðahagkerfinu á árinu 2008 fór að hægja á í íslensku efnahagslífi sem ekki fór þó að hafa veruleg áhrif á vinnumarkaði fyrr en við bankahrunið í byrjun október. Í kjölfarið jókst atvinnuleysi hratt úr 1,2% í septem- ber í um 5% um áramót og fór hæst í 9,1% í apríl 2009. Atvinnuleysi hefur svo farið minnkandi yfir sumarmánuðina í takt við hefðbundna árstíðasveiflu og fór niður í 7,7% í ágúst og 7,2% í september. Þegar atvinnuleysið fór hæst í apríl var meðalfjöldi atvinnulausra tæplega 15.000 reiknað út frá fjölda atvinnu- leysisdaga. Fjöldi atvinnulausra einstaklinga í lok mánaðar fór hæst í tæp 17.000 í marslok og hélst á milli 16.000 og 17.000 til loka maímánaðar. Þegar líða tók á árið 2008 fór að þrengja að ákveðnum atvinnugreinum eins og flugrekstri, flutningastarfsemi og fasteignasölu. Við bankahrunið varð hins vegar alger stöðvun í byggingariðnaði og var mikið um fjöldauppsagnir í grein- inni sem og í ýmsum iðn- og þjónustugreinum sem tengjast byggingariðnaði, eins og hjá verkfræði- og arkitektastofum, í plast- og steinefnaiðnaði og fleiri greinum. Í kjölfarið fór að þrengja verulega að hjá fyrirtækjum í flestum öðrum greinum, s.s. hjá auglýsingastofum, ferðaskrifstofum o.s.frv. Atvinnuleysi jókst því mjög skart í byggingariðnaði og fór hæst í hátt í 30% í greininni í apríl en fór niður fyrir 20% í sumar. Atvinnuleysi fór yfir 10% í flestum atvinnugreinum öðrum en opinbera geiranum síðla vetrar nema landbúnaði, fiskveiðum og fjármálastarfsemi. Hæst fór atvinnuleysi í sam- göngum og flutningum þegar horft er til annarra greina en byggingariðnaðar. Í flestum atvinnugreinum hefur atvinnu- leysi minnkað í sumar, þó ekki í upplýsinga- og fjarskipta- þjónustu, fjármálastarfsemi og ýmiss konar sérfræðilegri starfsemi. Í opinbera geiranum hefur atvinnuleysi verið lítið enn sem komið er en hefur verið að aukast lítið eitt síðustu mánuði og er nú um 2–3%. Á fyrstu mánuðum eftir hrun jókst atvinnuleysið mest Við hrun bankakerfisins haustið 2008 og hinn snarpa samdrátt, sem varð í efnahagslífinu í kjölfarið, gjörbreyttist allt vinnuumhverfi og viðfangsefni þeirra sem starfa að sí- og endur- menntunarmálum. Á skömmum tíma fjölgaði mjög þeim sem stóðu uppi atvinnulausir eða horfðu fram á að fram undan væri samdráttur og verkefnaskortur um lengri tíma á því sviði sem þekking og reynsla þeirra lá á. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að fólki, einkum því sem hefur litla formlega menntun, standi til boða að bæta við sig þekkingu á nýjum sviðum og auðvelda sér þannig að finna nýjan starfsvettvang. Mikilvægt er fyrir þá sem koma að endurmenntunarmálum að hafa góða yfirsýn yfir þann hóp sem þarf á þjónustunni að halda svo að kraftar fólks og fjármunir verði nýttir á sem skynsamlegastan hátt. Einnig er mikilvægt að átta sig á hvernig samsetning hópsins breytist og að fyrir liggi einhverjar spár um hvernig mál þróist næstu mánuði og misseri. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðvar beina starfsemi sinni einkum að þeim hópi fólks sem hefur lokið lítilli formlegri menntun og er ekki lengur á framhalds- skólaaldri. Reynt hefur verið að ná til fólks sem fellur í þennan hóp og veita því aukna þjálfun og menntun en segja má að nú í kjölfar hrunsins sé það verkefni orðið mun brýnna og umfangsmeira með stórauknum fjölda atvinnulausra. Þó svo að „markhópurinn“ sé ekki eingöngu atvinnulausir er ljóst að þeim er brýnast að sinna, einkum þeim sem verið hafa án atvinnu um lengri tíma. Hér verður því gerð grein fyrir þróun atvinnuleysis síðustu mánuði og hvernig það snertir mismunandi hópa. Einkum er þó litið til þeirra sem ekki hafa lokið formlegri menntun umfram grunnskólanám og eru komnir yfir tvítugt, þ.e. sá hópur sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðvarnar beina einkum sjónum sínum að. S T A Ð A Á V I N N U M A R K A Ð I Í N Ó V E M B E R 2 0 0 9 KARL SIGURÐSSON Karl Sigurðsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.