Gátt - 2009, Side 43

Gátt - 2009, Side 43
43 V I N N U M A R K A Ð U R I N N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Sagt hafði verið frá Leonardo-styrknum í Ríkisútvarpinu og Svæðisútvarpi Norðurlands og innan skamms fór að heyr- ast að fyrirhugað væri að starfrækja námskeið á Hofsósi. Ég leitaði fljótlega til nokkurra mjög vel valinna einstaklinga á Hofsósi, kynnti þeim það sem fyrirhugað var og bað þá um að tala jákvætt um þessa frétt og leggja áherslu á hve einstakt tækifæri stæði íbúum svæðisins til boða. Ég fékk fljótlega hringingar framtakssamra Hofsósbúa sem spurðu hvort ekki stæði til að halda kynningarfund þar. Það stóð auðvitað til um leið og aðstæður leyfðu. Leitað hafði verið tilboða í fartölvuver til þess að nota við kennsluna á Hofsósi en engar nemendatölvur voru í skól- anum og tölvur ekki slík almenningseign sem þær eru í dag. Keyptar voru 20 fartölvur, skjávarpi, prentari, myndskanni og stafræn myndavél. Þegar tölvubúnaðurinn var kominn í hendur Farskólans var sent bréf inn á hvert heimili í byggð- arlaginu þar sem auglýstur var kynningarfundur í Höfðaborg, samkomuhúsinu á Hofsósi. Þegar við mættum á staðinn, 10 manna hópur stjórn- enda og væntanlegra kennara frá Sauðárkróki og Hólum í Hjaltadal, með tölvubúnaðinn og PowerPoint-kynningu á verkefninu var búið að setja nokkrar kaffikönnur og 20 bolla í minnsta hliðarsalinn í húsinu svo augljóst var að væntingar húsvarðarins um fundarsókn voru ekki miklar. Tölvubúnaður- inn var settur upp til sýningar og fljótlega fóru fundarmenn að safnast inn. Ekki leið á löngu þar til salurinn var orð- inn troðfullur svo opnað var inn í aðalsalinn. Húsvörðurinn var síðan á harðahlaupum með fleiri bolla og meira kaffi. Andrúmsloftið var afar jákvætt og skráningar fóru fram úr björtustu vonum. Vesturfarasetrið lét okkur í té húsnæði til tölvukennsl- unnar, Grunnskólinn lánaði annað húsnæði og aðstöðu, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra lánaði borð og stóla, atvinnuþróunarfélagið í Skagafirði kom að undirbúningi og verkalýðsfélagið var boðið og búið til aðstoðar, Sveitar- félagið Skagafjörður lofaði að baktryggja okkur og aðstoða á allan mögulegan máta. Sömu sögu var að segja hvar sem borið var niður, allir voru reiðubúnir að aðstoða. Ég held að ég geti fullyrt að kynningin á verkefninu hafi heppnast sérstaklega vel og móttökur íbúanna út að austan voru frábærar. Það var vissulega mikill léttir. „ H Ú N H E F U R A L L T A F U N N I Ð Í F I S K I O G G E T U R E K K E R T A N N A Ð “ Fyrirsögnin að ofan er tilvitnum í mann sem hringdi í mig áður en ég hófst handa við umsókn um styrk til verkefnisins vegna systur hans, konu um þrítugt sem hafði nýlega misst vinnuna. Það hvarflaði ekki að honum að fyrir systur hans ætti annað að liggja en að vinna í fiski það sem eftir væri starfsævinnar. Líklega hefur lítið sjálfstraust konunnar verið tilefni þessarar yfirlýsingar. Vegna ámóta viðhorfa var sjálfsefliþátturinn alltaf megin- uppistaðan í hugmyndinni þegar verkefnið var að mótast en ég er þess fullviss að forsenda þess að fólk nýti hæfileika sína sér og samfélaginu til framdráttar sé að það trúi á getu sína til að menntast og til að takast á við ný verkefni. Samvinna og samheldni í viðkomandi samfélagi er auk þess mikil væg forsenda framfara en rígur og óeining niðurdrepandi. Sjálfstraust þeirra sem eiga stutta formlega skólagöngu að baki er oft lítið og sömu sögu er að segja um fólk sem misst hefur atvinnuna. Ég reiknaði ekki með að námskeið í sjálfsefli höfðaði til íbúanna, sérstaklega ekki karlanna því að staðreyndin er sú að konur sækja frekar sjálfseflinámskeið af eigin hvötum en karlar. Það var því kjörið að hafa tölvu- kennslu sem meginaðdráttarafl að verkefninu en tölvunám- skeið voru vinsæl á vettvangi endurmenntunar og frekar dýr. Enska var einnig valin með og að lokum ferðamálafræðsla sem var í höndum Háskólans á Hólum og ekki að ófyrirsynju þar sem Hofsós var vaxandi ferðamannastaður, þökk sé Vestur farasetrinu. Gert var að skilyrði að allir þátttakendur sæktu allar greinarnar en ýmsir spurðust fyrir um hvort ekki mætti sleppa sjálfseflinu. L Í F S V E F U R I N N Í Breytum byggð fékk sjálfseflið nafnið „lífsvefurinn“. Nafnið er hugsað þannig að litið er á meðfædda hæfileika sem uppi- stöðu í vef en reynslu, þekkingu og hæfni sem ívaf sem skapar smám saman heilsteyptan og þroskaðan einstakling. Sterka, veika, misfallega, allt eftir efnum og ástæðum en alltaf vefi sem hægt er að fegra og bæta ef uppistaðan er traust. Sigríður Sigurjónsdóttir, sálfræðingur á Sauðárkróki, sá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.