Gátt - 2009, Qupperneq 44

Gátt - 2009, Qupperneq 44
44 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 alfarið um þennan þátt verkefnisins og á mikinn heiður skilið fyrir frábært verk. Hún lýsir honum á eftirfarandi hátt í tölvu- pósti til Margrétar Bjarkar Björnsdóttur, þáverandi nema í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum: „Lífsvefurinn fylgdi verkefninu á Hofsósi frá upphafi til enda, en námið byggðist á skoðun einstaklinganna bæði á styrk sínum og veikleikum, en einnig á styrk samfélagsins og veikleikum. Farið var yfir hvað einstaklingurinn gæti gert til að efla sjálfan sig og sam- félagið, og hvað hópurinn gæti lagt til málanna almennt í samfélaginu. Fjallað var um nám og námstækni, og hvernig það er að stunda nám sem fullorðinn einstaklingur, en einnig var unnið með fyrri reynslu fólks af námi, bæði góða eða slæma. Mikið var unnið með sjálfið og sjálfstraustið, sjálfs- virðinguna og sjálfsskilning. Ýmsar persónuleikagerðir voru skoðaðar og mikið rætt um tjáskipti og tjáningu. Stór kafli var um samskiptakerfi og það að vera hluti af samskiptakerfi, eins og samfélagi, fjölskyldu, vinnustað og fleira. Farið var í gegnum samskipti fólks við aðra, og það að taka ábyrgð á samskiptum sínum, hluti af því var gagnrýni, hrós, baktal, að segja nei, eða að standast þrýsting og fleira sem fólk þarf að takast á við í daglegu lífi sínu. Einnig var fjallað um sorg og áföll í lífi fólks og um sálfræði samfélagsins.“ (Margrét Björk Björnsdóttir, 2007). Margrét Björk skrifar jafnframt í ritgerð sinni: „Náms- efnið var samþætt eins og kostur var á, til dæmis var náms- efnið í ensku samþætt ferðamálapakkanum, vefsíðugerð var sérstaklega unnin með ferðamennsku í huga, og í ferðafræð- inni var sjónum manna beint að heimaslóð og unnið með átthagafræði eða byggðafræði, og möguleika svæðisins í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Ferðamálaþátturinn var þó ekki endilega settur upp eða hugsaður beint fyrir fólk sem hafði hug á að stofna eða reka ferðaþjónustufyrirtæki, heldur var haft að leiðarljósi hvað þátttakendurnir gætu almennt lært af ferðafræðunum, og hvernig hægt væri að bæta sam- félagið öllum til hagsbóta. Reynt var að nýta þennan þátt til að skoða samfélagið með augum gestsins og sjá hvað betur mætti fara, en unnið var að hugmyndum um uppbyggingu á afþreyingu sem gæti nýst öllum, jafnt íbúum sem gestum svæðisins.“ (Margrét Björk Björnsdóttir, 2007). Framlag Háskólans á Hólum til þessa verkefnis var mjög dýrmætt og hefur án efa orðið til þess að íbúar svæðisins eru jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar, skilja betur hverjir beinir og óbeinir hagsmunir þeirra eru af uppbyggingu hennar og að þeir eiga allir sinn þátt í því hvort vel tekst til eða ekki. Í matsskýrslu Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og könnun sem gerð var meðal þátttakenda í verkefninu á vegum Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlands vestra, í ágúst 2005 kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti taldi þekkingu sína í öllum námsgreinum hafa aukist nokkuð eða mikið með þátttöku í Breytum byggð, þó mismikið eftir greinum og mikill meirihluti gat nýtt sér þekkingu úr náminu. (Jón Torfi Jónasson og Kristín Erla Harðardóttir. 2004; Bryndís Kristín Þráinsdóttir, munnleg heimild, september 2009). V A R A N L E G Á H R I F V E R K E F N I S I N S Í ritgerð Margrétar Bjarkar kemur fram mikil ánægja þátttak- enda með Breytum byggð í heild en hún taldi sjálfsefliþátt- inn gera gæfumuninn „ … þar sem hann hefði bætt afstöðu manna til verkefnisins, hvers annars og samfélagsins sem heildar.“ (Margrét Björk Björnsdóttir, 2007). Margrét Björk skrifar: „Allir viðmælendur mínir voru á því að þetta verkefni hefði haft varanleg áhrif á samfélagið á Hofsósi, bæði félagslega og samfélagslega, og enn væru verkefni í gangi sem hefðu sprottið upp úr þessari vinnu. Fólk nefndi til dæmis Jónsmessuhátíðina, sem er bæjarhátíð haldin á Hofsósi um Jónsmessuhelgina, og öll félagasamtök á svæðinu koma að undirbúningi og framkvæmd á. Hug- mynd um að halda bæjarhátíð til að auka samkenndina, og fá brottflutta Hofsósbúa til að kíkja í heimsókn, kom upp í verkefnahópi í Breytum byggð, en félagasamtökin á svæðinu tóku þá hugmynd að sér, og framkvæma með miklum sóma: „Jónsmessuhátíðin var endurvakin, og það er örugglega ekki víða á landinu þar sem haldin er hátíð með meiri samstöðu heimamanna, þar sem öll félagasamtök á svæðinu koma að undirbúningi og framkvæmd“ (viðmælandi L, munnleg heim- ild, apríl 2007). Einnig minntust margir á handverkshópinn Fléttuna sem einnig var stofnaður upp úr vinnuhópi í verk- efninu Breytum byggð. Þessi félagsskapur hefur verið mjög virkur í samfélaginu og innan hans hafa myndast vinnuhópar með misjöfnum áherslum í gerð handverks eftir því hvar áhugi og hæfileikar fólks liggja. Allur hópurinn hefur svo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.