Gátt - 2009, Page 48
48
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
stöðu sína á vinnumarkaði með því að þekkja færni sína
betur. Þá getur góð ferilskrá veitt einstaklingnum ákveðið
forskot í atvinnuleit. Þessa þjónustu geta símenntunarmið-
stöðvarnar veitt almenningi án kostnaðar vegna samnings
sem þær hafa við FA. Samningurinn kveður á um fjárfram-
lög til ráðgjafar og námskeiðahalds sem byggist á náms-
skrám sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur vottað og
menntamálaráðuneytið staðfest að meta megi til eininga á
framhaldsskólastigi. Símenntunarmiðstöðvarnar geta einnig
boðið upp á fleiri námskeið fyrir einstaklinga til að styrkja sig
á vinnumarkaði, s.s. Skrifstofuskólann, Sterkari starfsmaður
– Upplýsingatækni, Grunnmenntaskólann, Nám og þjálfun í
almennum bóklegum greinum, Háskólastoðir o.s.frv. Nám-
skeið þessi geta símenntunarmiðstöðvarnar boðið upp á með
tiltölulega litlum kostnaði fyrir þátttakandann vegna samn-
ingsins við FA.
Að símenntunarmiðstöðvunum standa aðilar vinnumark-
aðarins, sveitarfélög og menntastofnanir, því geta þær og
eiga að gegna mikilvægu hlutverki í að samhæfa aðgerðir
hinna ýmsu aðila til að sú þjónusta, sem boðið er upp á,
verði heildstæð og þjóni þörfum þeirra sem á þurfa að halda.
Mikilvægt er að þeir samningar, sem aðilar vinnumarkaðar-
ins hafa gert til að auka menntunarstig þjóðarinnar, séu vel
nýttir. Símenntunarmiðstöðvunum hefur verið treyst til að
vera framkvæmdaraðilar þessara samninga með því sam-
komulagi sem FA hefur gert við þær. Mikilvægt er að allir
samstarfsaðilar geri sér grein fyrir þessum góðu tækjum sem
hægt er og á að nýta vel í því árferði sem er í dag.
U M H Ö F U N D I N N
Guðjónína Sæmundsdóttir er forstöðumaður Miðstöðvar
símenntunar á Suðurnesjum.