Gátt - 2009, Qupperneq 51

Gátt - 2009, Qupperneq 51
51 V I N N U M A R K A Ð U R I N N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 handverki auk annarra skyldra starfa. Jafnvel þar sem gert er ráð fyrir fækkun starfa eru augljósar vísbendingar um að á sama tíma verði þar til störf sem þarf að þjálfa fólk til að vinna. Í öllum flokkum, sem gert er ráð fyrir fækkun starfa, þarf að þjálfa fleiri en sem nemur fækkuninni vegna þeirra starfa sem losna við brotthvarf af vinnumarkaði. Þetta hefur í för með sér að talsverður fjöldi starfa verður einnig laus í frumatvinnugreinum og iðnframleiðslu. Mikilvægt er að þeir sem vinna að stefnumörkun, bjóða fram nám og þjálfun, veita ráðgjöf geri sér grein fyrir að mörg þessara starfa leika áfram mikilvægt hlutverk í efnahagslífinu og innan þessara geira munu verða til ný störf. Enn fremur þarf að hafa í huga að eðli starfanna og leiknikröfur, sem gerðar eru til starfs- manna, munu breytast. S K I P T I R Í T V Ö H O R N Ef heldur fram sem horfir munu breytingarnar hafa í för með sér að bæði störfum sem gerðar eru fjölbreyttar og fábreyttar kröfur til fjölgar og að eftirspurn eftir störfum þar á milli minnki. Samtímis þessu verða gerðar fjölbreyttari hæfnikröfur til allra starfa. Þær verða gerðar um hæfni sem er umfram þá sem eru nauðsynlegar til að sinna störfunum. Menntunar- kröfur hafa vaxið á undanförnum árum, ekki síst vegna þess að skyldunám hefur lengst í mörgum löndum Evrópu jafn- framt því að fjölmennir hópar fara á eftirlaun. Ef leikni, sem er í boði, ýtir sjálfkrafa undir enn meiri kröfur er full ástæða til að hafa áhyggjur. Er leikni allra metin á fullnægjandi hátt? Samsvarar leiknin, sem er til ráðstöf- unar, þeirri leikni sem falast er eftir? Er til í dæminu að fólk með meiri hæfni en þörf er á sé ráðið í störf sem þeir sem hafa fábreyttara nám að baki geta unnið? Þegar eðli starfa og leiknin, sem þarf til að vinna þau, eru breytilegir þættir er mikilvægt að gæta þess að ofmeta ekki þörf fyrir leikni. Spáin gerir ráð fyrir að störf, sem þarf fábreytta leikni til að vinna, séu í vaxandi mæli unnin af verkafólki sem býr aðallega yfir miðlungs hæfni. Þetta teng- ist beint deilunni um hvernig skuli tryggja sanngirnisrétt og jafna félagslega stöðu á vinnumarkaði Evrópu þar sem fjöldi verkafólks á í erfiðleikum með að fá vinnu; t.d. konur sem snúa aftur á vinnumarkaðinn, farandverkafólk eða fámennir þjóðernishópar. H Æ F N I L Ö G U M F J Ö L G A R Jafnframt því að eðli starfa og leiknikröfur munu breytast er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvernig þetta tvennt þróast. Þetta á einnig við um formlegar kröfur um hæfni sem algengt er að gerðar séu til þeirra sem ráða sig til vinnu. Þó ekki sé einföld og bein fylgni milli atvinnu og form- legrar hæfni er hægt að kanna á hvaða hátt þetta tvennt breytist í rás tímans. Greiningin beinist að þremur stigum (fjölbreytt, miðlungs og fábreytt hæfni). Niðurstaðan leiðir í ljós að algengt er að gera ítarlegri kröfur um hæfni á öllum stigum en nauðsynleg er talin fyrir flest störf. Ætlaðar breyt- ingar munu jafnvel breyta hæfnikröfunum meira en störf- unum. Ásamt hreinni fjölgun um 20 milljónir starfa í Evrópu árin 2006–2020 verða gerðar fjölbreyttar hæfnikröfur (ISCED 5 og 6) fyrir næstum 19,6 milljónir starfa og fyrir næstum 13,1 milljón starfa verða gerðar miðlungs hæfnikröfur (ISCED 3 og 4). Upp á móti þessu vegur fækkun sem nemur um 12,5 milljónum starfa sem engar eða fábreyttar formlegar hæfni- kröfur (ISCED 0 til 2) þarf til að geta unnið. Að hluta til spegla þessar breytingar aðferðir atvinnurek- enda til mannaráðninga og væntanlega fjölgun í hópi fólks með formlega hæfni. Árið 2020 mun þurfa fjölbreytta hæfni til 31,5% allra starfa og miðlungs hæfni til 50% starfa. Eftir- spurn eftir fábreyttri hæfni mun minnka frá því að eiga við um þriðjung starfa árið 1996 til þess að eiga við um tæpan fimmtung starfa árið 2020. Sums staðar verður hugsanlega offramboð á fólki með fullnægjandi hæfni til starfa samtímis því að fyrirsjáanleg þörf verður annars staðar og enn annars staðar verður skortur á fólki með fullnægjandi hæfni til starfa sem verða í boði. Við mat á fjölda framtíðarstarfa er, eins og áður hefur verið bent á, er afar mikilvægt að reikna með breyttum hæfnikröfum til þekktra starfa. Þetta á einkum við þegar lagt er á ráðin um viðeigandi nám og þjálfun. Spáin gerir ráð fyrir að af samtals 105 milljónum lausra starfa (summa nýrra starfa og starfa sem aðrar hæfnikröfur verða gerðar til) á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.