Gátt - 2009, Page 56
56
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
framhaldsskólakerfið og að þeir lendi ekki í blindgötu vegna
áframhaldandi náms. SAF, SGS og Starfsgreinaráð ferðaþjón-
ustugreina höfðu forgöngu um að haldið var málþing að
Hótel Hamri fyrr á þessu ári um samstarf formlega og óform-
lega skólakerfisins. Í kjölfar þess hefur nú verið stofnaður
faghópur en hlutverk hans er að vera sameiginlegur vett-
vangur atvinnulífs, formlega og óformlega skólakerfisins til
að vinna að framgangi þeirra sem starfa í ferðaþjónustu með
áherslu á samspil þessara tveggja kerfa.
SGS og SAF beita sér þannig fyrir því að námið verði
skilgreint sem starfsnám á framhaldsskólastigi og gefi náms-
einingar og samtökin vilja ganga enn lengra. Þau leggja
áherslu á að nám á ferðaþjónustubraut framhaldsskóla verði
skipulagt með þeim hætti að það geti tengst námsframboði
í skyldum greinum ferðaþjónustunnar eins og matvæla- og
veitinganámi og verslunar- og skrifstofugreinanámi. Auka
þarf tengsl og samhengi ferðaþjónustubrautar við annað nám
í ferðaþjónustugreinum, bæði utan formlega skólakerfisins
og innan þess, á framhaldsskólastigi og háskólastigi þannig
að markmið námsins skili sér í betri gæðum og aukinni þjón-
ustu, ef vel á að takast til, í einni framsæknustu atvinnugrein
landsins. Þannig öðlist ferðaþjónustan verðugan sjálfstæðan
sess sem frumatvinnugrein í menntakerfinu þar sem hún er
studd mismunandi faggreinum mismunandi þjónustu. Það er
mál til komið og að því er unnið.
A Ð L O K U M
Ferðaþjónustan verður stöðugt mikilvægari atvinnugrein
sem skapar þjóðarbúinu miklar gjaldeyristekjur og því er mik-
ilvægt að vel sé staðið að fræðslumálum sem er undirstaða
fagmennsku í greininni. Harðnandi samkeppni milli þjóða um
viðskiptavini veldur því að nú sem fyrr skiptir góð grunn- og
símenntun starfsfólks miklu máli því að aukin fræðsla skilar
ánægðari viðskiptavinum, aukinni starfsánægju og færni og
um leið arðsemi fyrirtækjanna.
U M H Ö F U N D A N A
María er upplýsinga- og fræðslufulltrúi Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, SAF.
Skúli er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands,
SGS.