Gátt - 2009, Page 99

Gátt - 2009, Page 99
99 A F S J Ó N A R H Ó L I G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 með. Síðan lásu kennarinn og nemendur allan textann aftur saman. Kennarinn fylgdist með framförum hvers og eins og ýtti á þau að halda áfram. Þau gátu öll stautað sig áfram ein í gegnum texta um daglegt líf í lokin, fyrir utan einn nemanda sem gat bara lesið stystu orðin. Árangur námskeiðsins var ótvíræður. Yfirmenn á vinnu- stöðum nemendanna sáu talsverðar framfarir í tali, skrift og lestri á latneskt letur. Bæði yfirmenn og nemendurnir sjálfir sögðu að allir notuðu meiri íslensku í vinnunni og gengi betur að skilja leiðbeiningar og að nýta sér skrifaðar upplýsingar. Í stuttu máli sagt tókst verkefnið vonum framar. Það var greinileg þörf fyrir þetta framtak og voru þátttakendur mjög þakklátir fyrir að fá námskeið sem hentaði þeirra þörfum. Allir nemendurnir utan einn voru læsir á sínu móðurmáli en meirihlutinn kunni ekki íslenska stafrófið. Í lok námskeiðs- ins voru þó allir stautfærir eða hæglæsir. Tveir nemendanna eru hugsanlega lesblindir og einn er afar hljóðvilltur. Þessir nemendur þurfa sérhæfðari úrræði. Nemendurnir tóku ekki einungis framförum í lestri og skrift heldur einnig í almennri íslensku og ekki síst í sjálfsöryggi. Það var gott að sjá hvernig smám saman eins og tognaði úr þeim og þau byrjuðu að opna sig og spyrja út í ýmislegt sem þau töldu sig ekki geta spurt um áður. Námskeiðið sýndi að sérhæfð lestar- og skrift- arnámskeið fyrir fólk, sem er læst á sitt letur en ólæst á það latneska, getur skilað miklum árangri á stuttum tíma. Nýr heimur byrjar að opnast fyrir þeim og það er gleðiefni að þessi hópur heldur áfram að læra á Tunguhálsi í haust með styrk frá Eflingu – stéttarfélagi og SFR. Vonandi verður hægt að styðja við bakið á fleirum í þeirra sporum í framtíðinni. Það er tvennt ólíkt að hafa aldrei lært að lesa og kunna þá tækni þótt um annað letur sé að ræða. Það er ekki óeðli- legt að fólk frá fjarlægum málsvæðum sé ólæst á latneskt letur og því á ekki að fylgja skömm. Færni í lestri og skrift á öðru letri en móðurmálinu kemur hins vegar ekki af sjálfu sér og ekki með því að sitja á íslenskunámskeiði með „öllum hinum“ sem kunna latneska letrið. Það er nauðsynlegt að fá sérhæfða kennslu og þjálfun í lestri og skrift á nýju letri. Stjórnvöld, fræðsluaðilar, fyrirtæki og kennarar þurfa að til- einka sér ný viðhorf gagnvart lestrar- og skriftarkennslu full- orðinna innflytjenda og námskeið af þessum toga þurfa að vera sjálfsagður þáttur í námsframboði skóla og stofnana. Úr umsögnum Völu Þórsdóttur um nemendurna við lok námskeiðsins: A var alveg ólæs og erfitt að skilja hana, … hún átti erfitt með að læra stafrófið en þar spilar aldurinn og van- mátturinn gagnvart hinu skrifaða orði mikið inn í. Hún tók miklum framförum á námskeiðinu og var farin að geta raðað saman orðum og stautað sig áfram í gegnum stutta texta. Hún víxlar stöfum og sleppir bæði þegar hún les og þegar hún skrifar en það er oft merki um lesblindu. Hún þarf meiri lestrar- og skriftarkennslu. D kunni ekkert í stafrófinu og kemur úr arabískum má heimi. Í byrjun sneru stafirnir upp og niður, spegluðust og sneru jafnvel öfugt þótt þeir væru mjög vel skrifaðir og hún hefði verulega vandað sig. … D er hins vegar harðákveðin í að læra að lesa og skrifa og æfði sig mikið heima. Hún var snögg að læra stafrófið og smám saman fór að bera minna á viðsnúningi og rugli í stöfunum. Hún var farin að geta lesið hægt og rólega í lok námskeiðs og skrifa orð við myndir og koma með orð sem hún hafði skrifað fyrir mig til að fara yfir og leiðrétta. Útskrift úr námskeiðinu Lestur og tal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.