Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 18
28
Ú R V A L
hana eða komast að orsökum
hennar, því engar tvær mann-
eskjur hafa nákvæmlega jafn-
mikinn likmsþrótt, og í öðru
lagi er mannslíkaminn misjafn-
lega upplagður frá degi til dags.
„Það cr afskaplcga breytilegt,
hvað einstaklingarnir þola mik-
ið álag án þess að lýjast að ráði,“
segir annar læknir, „og sami
einstaklingurinn hefur mjög
breytilegt þreytumark. Dugleg
húsmóðir getur til dæmis einn
daginn hreinsað húsverkin af
með ótrúlegum hra'ða, en svo
getur hún átt það til að vera
orðin dauðlúin fyrir hádegi ein-
hverntíma seinna, — en þá er
eins liklegt, að ástæðan sé á-
hyggjur af einhverju tagi, eins
og veikindi barnanna eða van-
goldnir reikningar. Það er erfitt
að fást við þessa sjúklinga.
Þreyta þeirra stafar ekki af
eðhlegri, líkamlegri áreynslu,
heldur einhverju öðru, sem
hverfur ekki við hvíld.“
Á liinn hóginn er fólk oft
miklu lúnara en það hyggur.
Þreytt manneskja getur í ótrú-
lega langan tíma afkastað jafn-
miklu og góðu starfi og sá, sem
óþreyttur er, og er þá viljakraft-
urinn driffjöður líkamans. En
þreytan kemur fram að lokum,
og nákvæmni hugar og handar
minnkar. Langþreytt mann-
eskja breytist að ýmsu leyti;
það slaknar á öllum jafnvægis-
hömlum, og framkoman verður
þvi önnur — til sögunnar er
komin illlæknandi þreyta, ein-
hver mesti skaðvaldur heilsu og
hamingju.
Hvo.ð er þreyta?
Hlutirnir eru oftast umræðu-
liæfari, ef þeim er gefið eitt-
livert nafn, og þvi hefur þreytu-
tilfinningunni verið skipt í
þrennt og hver flokkurinn feng-
ið sitt nafn, enda er fyrir því
viss grundvöllur.
f fyrsta flokknum er þreyta sú
eða þróttleysi, sem stafar af ein-
hverjum álcveðnum sjúkdómi og
er oft fyrsta einkenni hans (sjúk-
dómsþreyta). í öðrum flokknum
er þreyta, sem stafar af einhverj-
um truflunum í efnaskiptum
líkamans en manneskjan heil-
brigð að öðru leyti (efnaskipta-
þreyta). í þriðja lagi er þreyta
sálarlegs eðlis, en sálar- eða til-
finningaástæður geta verið
margar, eins og kvíði, vonbrigði
og leiði.
Sjúklingurinn, sem kvartar
um þreytu og heldur að eittbvað
alvarlegt sé að, getur vel haft
rétt fyrir sér, og er sjálfsagt
að tala við Iækni. En van-
megnunin stafar í flestum til-
fellum af sálrænum orsökum. Af
þrjú hundruð slikum sjúkling-