Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 165
HITLER OG ÞRIÐJA RIIiIÐ
173
Þýzka þjóSin kallaði sjálf yfir
sig ógnarstjórn nazismans. —-
Kannski hefur meirihlutinn ekki
gert sér það Ijóst daginn sem
Hindenburg gamli forseti fól
austurriska flakkaranum kanzl-
araembættiS — en hann átti
eftir aS sjá þaS.
AnnaS mál er svo þaS, aS þýzka
þjóSin gat varla verið öllu verr
á vegi stödd en raun bar vitni,
þegar Hitler tók viS kanzlara-
embættinu. Hún rambaði á
barmi gjaldþrots, þjáð af at-
vinnuleysi og sjálfri sér sundur-
þykk — langsamlega valda-
minnsta stórþjóð álfunnar. Samt
sem áður tók þaS flakkarann
frá Vín ekki nema sjö ár að gera
hana voldugasta rikiS á megin-
landinu — einráða yfir helmingi
landa í álfunni. MeS ieiftursókn-
um, hrottaskap og blekkingum
treysíi hann fyrst valdaaðstöSu
sina innan Þýzkalands. Þann 23.
marz 1933, tókzt honum að fá
þingið til að afhenda sér fram-
kvæmdavaldið —■ að vísu um
stundarsakir aðeins — og þar
með hafði lýðveldið undirritað
dauSadóminn yfir sjálfu sér og
öllu lýðræði þar i landi. —-
Skömmu seinna hafði Hitler
bannað starfsemi allra andstöðu-
flokka i landinu og gert fanga-
búðir og skipulagt ofbeldi að
hornsteinum einræðisvaldsins.
Hann lamaði verkalýðshreyfing-
una með þvi að gera sjóði henn-
ar upptæka, fangelsa forystu-
menn hennar og banna verkföll
með lögum. Hann kyrrsetti
bændur á jörSum sinum, undir-
okaði verzlun og viðskipti og
skammtaði hverjum manni
nauinan ágóða. Hann svipti
kirkjuna öllu sjálfræði, lagði
skólana undir flokkseinræðið,
gerði dómstólana þvi jiræl-
hundna, mýldi blöðin og gerði
Jiau að áróðursmálgögnum' sin-
um.
í stuttu máli — hann tók af
allt einstaklingsfrelsi og kom á
svo ströngum Jirælsaga, að jafn-
vel Þjóðverjar höfðu aldrei
sliku kynnzt. Fyrir bragSið naut
hann sívaxandi aðdáunnr þjóð-
arinnar og trausts. Hvers vegna?
. . . fyrir skömmu höfðu verið
sex milljónir atvinnutausra í
landinu, en nú hafSi hver vinnu-
fær maður nokkurn veginn ör-
ugga atvinnu . . . og loks hafði
Hitler, hvað sem leið glæp hans
gagnvart öllum mannréttindum,
leyst úr læðingi þann volduga
athafnamátt, sem þjóðin hafði
orðið að byrgja inni með sér
um ára skeið.
Hitler hafði þegar boðað, bæði
, ,,Mein Kampf“ og ótal ræðum,
hvernig hann hyggðist virkja
þann kraft og beita honum —
til að gera Þýzkaland aS ósigr-
andi herveldi og öflugasta stór-