Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 138
146
ÚRVAL
áætlun um að yfirgefa turninn,
þegar kafararnir uppgötvuðu
brotnu skástoðina þ. 7. janúar
1961.
í byrjun þessarar örlaga-
þrungnu viku kom birgðaskip
frá Nevv York með fleiri borg-
aralega kafara og stálsmiði, og
jókst þannig tala flugliða og
óbreyttra borgara í turninum
upp i 28.
Mánudaginn 9. janúar fór
Sheppard frá Cod-höfða til Að-
alstöðva loftvarnanna, sem stað-
settar eru í Colorado Springs.
Hann þurfti að fara þangað í
nauðsynlegum erindagerðum. —
Reginald Stark majór hafði yfir-
stjórn bækistöðvanna á Cod-
höfða með höndum í fjarveru
hans. Á leið sinni til Vesturríkj-
anna kom Sheppard við í bæki-
stöðvunum í Newburgh og
minntist enn einu sinni á á-
liyggjur þær, sem hann hefði af
brotnu skástoðinni i turni nr.
4. Banks spurði, hvort Sheppard
hefði skýrt Stark og Phelan frá
símtalinu, sem hann hefði átt
við Sheppard á laugardeginum,
en í þvi veitti Banks Phelan
fullt leyfi til þess að yfirgefa
turninn, ef hann áliti það nauð-
synlegt. Sheppard sagði svo
vera. (Siðar lýsti Stark því yfir,
að hann minntist aðeins óljóst
slikrar yfirlýsingar frá hendi
Sheppards." Það er ýmislegt,
sem virðist sanna það, að Phelan
hafi ekki fyllilega gert sér ljóst
eðli þess valds, sem honum
hafði þannig verið veitt í sím-
talinu milli Sheppards og Banks,
né hversu víðtækt það var).
Allan fimmtudaginn stóðu
fundir yfir i New York, en þá
sátu verkfræðingar flugliðsins
og verkfræðingar frá fyrirtækj-
unum Moran-Proctor og J. Rich
Steers. Á fundum þessum var
það samþykkt, að frestað skyldi
frekari vinnu við turninn og
hann yfirgefinn fyrir 1. febrúar.
Theodore Kuss, verkfræðingur-
inn frá Moran-Proctor, sem
hafði skipulagt byggingu turns-
ins, áleit, að hann væri i mikilli
hættu staddur; hann hafði var-
að við þessari hættu i samfleytt
tvö ár. Nú spurði hann á þessa
leið: „Hvers vegna á að bíða með
brottflutning til 1. febrúar?“ —
Flugliðið og fulltrúar frá Steers-
fyrirtækinu vildu fá dálítinn
frest til þess að gera varúðar-
ráðstafanir vegna hins verð-
mæta útbúnaðar og tækja í
turninum. En verkfræðingar
flugliðsins samþykktu að ræða
þetta mál við bækistöðvarnar í
Syracuse, svo að taka mætti
ákvörðun.