Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 35
GÖNGULAG MANNA KEMUIt UPP UM PÁ
43
málafréttariturum þess vegna
svo gaman að sögum um haltan
mann, sem lögreglan vill gjarn-
an ræða viS.
SálfræSingar hafa framkvæmt
rannsóknir í þúsundatali, en
samt er það einkennilegt, að
mjög litlar, kerfisbundnar rann-
sóknir hafa átt sér staS á göngu-
laginu sem vísbendingu um per-
sónuleika mannsins. Þýzkur
læknir, dr. Werner Wolff, lét
klæða fólk í mjög látlausan bún-
ing og kvikmynda þaS síSan á
göngu. Siðan var fólkiS látiS
horfa á myndina á eftir, og það
voru fáir, sem þekktu göngulag
nokkurs nema sjálfs sin. Eigin-
menn þekktu ckki konur sinar,
og eiginkonur gátu ekki þekkt
menn sína af göngulaginu.
Göngulagið er komið undir
margháttuSum líkamseinkenn-
um, hæS þinni og þyngd, lengd
bolsins og fótanna, lilutfalls-
legri lengd læra, fótleggja og
fóta. Aldur þinn og likamleg
heilsa hefur einnig töluverS á-
hrif á göngulag þitt.
Skap þitt og tilfinningalíf hef-
ur einnig áhrif á göngulag þitt.
Þú gengur hratt og festulega,
þegar þú ert aS flýta þér og ert
ákafur i aS ná til ákvörSunar-
staðar þíns. En þér hættir til
þess aS labba rólega fram og
aftur, ef þú ert bara að drepa
tímann eða gera eitthvað, sem
þú álítur skipta litlu máli, til
dæmis að horfa í búðarglugga
eða að bíða á brautarpalli eftir
því aS lestin þín komi. Þá er
göngulag þitt' deyfðarlegt. Það
er líkt og þú dragir fæturna á
eftir þér.
Hinum ýmsu geSsveiflum fylg-
ir tilsvarandi, einkennandi
göngulag. Maður, sem þjáist af
miklu þunglyndi, gengur hægt
og tekur stutt skref. Hann dreg-
ur á eftir sér fæturna, ef til vill
stanzar hann oft á göngu sinni.
Líkami hans er dálítið boginn
fram á við, hann einblínir niður
fyrir sig, og hann heldur hand-
leggjunum þétt að síðunum.
Hann sveiflar handleggjunum
mjög lítið, er hann gengur. Ef
til vill hefur hann lcreppt hend-
urnar fast saman framan á magu
sér, eða hann heldur handleggj-
uniím stífum þétt við hliS sér
og kreppir linefana. Þunglyndi
samfara andlegu uppnámi gerir
það aS verkum, að maðurinn
gengur liratt fram og aftur,
hreyfingar hans eru miklu meiri,
en hann gengur samt yfirleitt
sömu leiS fram og aftur. Ótta-
slegið og kvíðiS fólk gengur
einnig fram og aftur, en ekki
eins stöðugt og hinir né á þann
hátt, sem minnir á dýr í bviri.
Andstæðan, ofsakætin og upp-
námið, lýsir sér hjá sumu tauga-
veikluðu og geðveilu fólki i